Yngri landslið

U23 kvenna

Hópmynd af U23 kvenna

U23 lið kvenna mætti Danmörku í tveimur vináttulandsleikjum í apríl sem báðir fóru fram í Danmörku. Fyrri leiknum lauk með 3-1 tapi þar sem Ída Marín Hermannsdóttir skoraði mark Íslands. Síðari leiknum lauk með 2-0 tapi.

Í september mætti liðið Marokkó í tveimur vináttulandsleikjum í Marokkó. Fyrri leiknum lauk með 3-2 sigri Íslands. Bryndís Arna Níelsdóttir, Karen María Sigurgeirsdóttir og Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir skoruðu mörk Íslands. Síðari leiknum lauk með markalausu jafntefli.

U21 karla

U21 karla fagna marki gegn Tékklandi

Mynd - Mummi Lú

U21 lið karla spilaði fjóra vináttuleiki á árinu. Í mars fór liðið til Írlands og mætti þar heimamönnum. Ísland tapaði 2-1 þar sem Kristall Máni Ingason skoraði mark Íslands. Í júní mættu strákarnir Austurríki og Ungverjalandi. Austurríki vann 3-1 sigur þar sem Ari Sigurpálsson skoraði mark Íslands. Ísland vann 1-0 sigur gegn Ungverjalandi. Danijel Dejan Djuric skoraði sigurmarkið á 92. mínútu leiksins. Síðasti æfingaleikur ársins var gegn Finnlandi í Finnlandi. Ísland vann 3-2 sigur með mörkum frá Eyþóri Aron Wöhler, Davíð Snæ Jóhannssyni og Óla Val Ómarssyni.

Undankeppni EM 2025 hófst á árinu. Ísland er þar í riðli með Danmörku, Tékklandi, Wales og Litháen. Þau lið sem enda í efsta sæti í sínum riðli fara beint á EM ásamt þeim þremur liðum sem verða með bestan árangur í öðru sæti. Hin sex liðin sem enda í öðru sæti sinna riðla fara í umspil um laust sæti í lokakeppninni.

Ísland hóf leik 12. september gegn Tékklandi á Víkingsvelli og vann 2-1 sigur. Andri Lucas Guðjohnsen kom Íslandi yfir á 45. mínútu. Tékkar náðu að jafna á 87. mínútu en Andri Fannar Baldursson tryggði íslenskan sigur með marki á 94. mínútu. Næstu andstæðingar Íslands voru Litháar. Ísland vann 1-0 sigur með marki frá Davíð Snæ Jóhannssyni. Í þriðja og síðasta leik ársins mætti Ísland Wales. Þar vann Wales 1-0 sigur og fyrstu töpuðu stigin í keppninni staðreynd. Næsti leikur Íslands í undankeppni EM 2025 verður gegn Tékklandi í lok mars 2024.

U20 kvenna

U20 kvenna gegn Austurríki

U20 lið kvenna mætti Svíþjóð í æfingaleik í Miðgarði í Garðabæ í lok nóvember í undirbúningi sínum fyrir leik gegn Austurríki nokkrum dögum síðar. Ísland vann 1-0 sigur gegn Svíþjóð þar sem Sigdís Eva Bárðardóttir skoraði mark Íslands. Þann 4. desember mætti liðið Austurríki á Spáni. Mikið var undir í leiknum þar sem sigurvegarinn tryggði sér sæti á HM U20 2024. Ísland átti erfitt uppdráttar og lauk leiknum með 6-0 sigri Austurríkis.

U19 kvenna

U19 kvenna á EM

U19 lið kvenna hóf árið á æfingamóti í Portúgal. Ísland mætti Póllandi, Portúgal og Wales og gerði sér lítið fyrir og vann alla leiki sína á mótinu. Ísland mætti Póllandi í fyrsta leik þar sem þær unnu 4-2 sigur. Sædís Rún Heiðarsdóttir, fyrirliði liðsins, skoraði tvö mörk og Katla Tryggvadóttir og Snædís María Jörundsdóttir eitt mark hvor. Næstu andstæðingar voru heimakonur í Portúgal. Ísland vann góðan 3-2 sigur með mörkum frá Sædísi Rún Heiðarsdóttur, Kötlu Tryggvadóttur og Vigdísi Lilju Kristjánsdóttur. Í lokaleik Íslands var mótherjinn Wales. Ísland vann þægilegan 4-1 sigur þar sem Katla Tryggvadóttir skoraði tvö mörk og þær Snædís María Jörundsdóttir og Sædís Rún Heiðarsdóttir eitt mark hvor.

Í apríl var komið að milliriðli fyrir EM 2023 sem leikinn var í Danmörku. Fyrsti leikur Íslands var gegn heimakonum þar sem Ísland vann 1-0 sigur. Bergdís Sveinsdóttir skoraði mark Íslands á 64. mínútu. Svíþjóð var næsti andstæðingur og vann Ísland 2-1 sigur. Snædís María Jörundsdóttir skoraði fyrra mark Íslands á 8. mínútu og jafnaði Svíþjóð metin á 52. mínútu. Sigurmarkið kom ekki fyrr en á 92. mínútu þegar Sigríður Theódóra Guðmundsdóttir skoraði með laglegu skoti eftir að hafa komið inn á sem varamaður þremur mínútum áður. Með sigrinum tryggði Ísland sér sæti í lokakeppni EM þrátt fyrir að eiga einn leik eftir í milliriðlinum. Lokaleikur riðilsins var gegn Úkraínu og lauk honum með 2-2 jafntefli. Mörk Íslands skoruðu Írena Héðinsdóttir Gonzalez og Snædís María Jörundsdóttir.

Lokakeppni EM 2023 fór fram í Belgíu í júlí. Ísland var í B-riðli ásamt Frakklandi, Spáni og Tékklandi. Fyrsti leikur Íslands var gegn Spáni og endaði hann með 3-0 sigri Spánar. Því næst mætti Ísland Tékklandi þar sem Ísland vann 2-0 sigur með mörkum frá Vigdísi Lilju Kristjánsdóttur og Snædísi Maríu Jörundsdóttur. Frakkar voru næsti mótherji þar sem þær frönsku unnu 3-1 sigur. Bergdís Sveinsdóttir skoraði mark Íslands. Þar með var leik Íslands á mótinu lokið og enduðu þær í þriðja sæti riðilsins.

Ísland lauk árinu með því að spila tvo vináttuleiki gegn Svíþjóð og Noregi. Svíþjóð var mótherjinn í fyrri leiknum og mátti Ísland þola 3-2 tap. Mörk Íslands skoruðu Emelía Óskarsdóttir og Elísa Lana Sigurjónsdóttir. Ísland tapaði 3-1 gegn Noregi þar sem Hrafnhildur Ása Halldórsdóttir skoraði mark Íslands.

U19 karla

U19 karla á EM

U19 lið karla hóf árið á Englandi þar sem milliriðill fyrir EM 2023 fór fram. Ísland mætti þar Englandi, Tyrklandi og Ungverjalandi. Fyrsti leikur Íslands var gegn Tyrklandi. Leiknum lauk með 2-2 jafntefli þar sem Orri Steinn Óskarsson og Kristian Nökkvi Hlynsson skoruðu mörk Íslands. Næstu mótherjar voru heimamenn í enska liðinu. Ísland vann 1-0 sigur og var það Orri Steinn Óskarsson sem skoraði sigurmarkið úr vítaspyrnu. Í lokaleik Íslands var Ungverjaland mótherjinn. Ísland vann 2-0 sigur með mörkum frá Orra Steini Óskarssyni og Hilmi Rafni Mikaelssyni. Ísland endaði á toppi riðilsins með sjö stig og tryggði sér sæti í lokakeppni EM 2023 sem fór fram á Möltu í byrjun júlí.

Á EM var Ísland í B-riðli ásamt Spáni, Noregi og Grikklandi. Ísland mætti Spáni í fyrsta leik. Þar höfðu þeir spænsku betur, 2-1. Mark Íslands skoraði Ágúst Orri Þorsteinsson. Næsti mótherji var Noregur. Leiknum lauk með 1-1 jafntefli og var það Eggert Aron Guðmundsson sem skoraði mark Íslands undir lok leiks. Í lokaleik Íslands mætti liðið Grikklandi í markalausu jafntefli. Þar með lauk Ísland keppni á mótinu. Liðið lenti í þriðja sæti í sínum riðli með tvö stig.

Í september tók U19 þátt í æfingamóti í Slóveníu í undirbúningi liðsins fyrir undankeppni EM 2024. Ísland vann 1-0 sigur gegn Kirgistan, tapaði 3-1 fyrir Portúgal og vann 1-0 sigur gegn Slóveníu. Mörk Íslands í leikjunum þremur skoruðu Lúkas Magni Magnason, Helgi Fróði Ingason og Benoný Breki Andrésson.

Undankeppni EM 2024 fór fram um miðjan nóvember í Frakklandi. Ísland mætti Danmörku í fyrsta leik sem lauk með 1-1 jafntefli. Mark Íslands skoraði Dagur Örn Fjeldsted. Næstu mótherjar voru Frakkar sem höfðu betur með einu marki gegn engu. Í lokaleik Íslands var Eistland mótherjinn. Ísland vann 3-0 sigur. Benoný Breki Andrésson skoraði tvö mörk og Ágúst Orri Þorsteinsson eitt.

U18 kvenna

U18 kvenna gegn Svíþjóð

Mynd - Hulda Margrét Óladóttir

U18 kvenna spilaði einn vináttuleik á árinu. U18 lið Svíþjóðar kom í heimsókn til Íslands og mættust liðin í Miðgarði í Garðabæ þann 1. desember. Ísland vann 4-1 sigur þar sem Hrafnhildur Ása Halldórsdóttir skoraði tvö mörk og Arnfríður Auður Arnarsdóttir og Berglind Freyja Hlynsdóttir skoruðu eitt mark hvor.

U17 kvenna

Byrjunarlið U17 kvenna

U17 lið kvenna hóf árið á æfingamóti í Portúgal. Ísland mætti heimakonum í fyrsta leik sem lauk með markalausu jafntefli. Næstu mótherjar voru Slóvakar. Ísland vann 2-0 sigur með mörkum frá Berglindi Freyju Hlynsdóttur og Freyju Stefánsdóttur. Lokaleikurinn var gegn Finnlandi þar sem Ísland vann 2-1 sigur. Mörk Íslands skoruðu Sigdís Eva Bárðardóttir og Ísabella Sara Tryggvadóttir.

Í mars var komið að seinni umferð í undankeppni EM 2023. Ísland var í B-deild og átti því ekki möguleika á sæti í lokakeppninni. Ísland mætti Lúxemborg og Albaníu og vann stórsigra í báðum leikjunum. Ísland skoraði samtals 16 mörk og fékk ekkert á sig. Berglind Freyja Hlynsdóttir skoraði þrennu gegn Lúxemborg og Margrét Brynja Kristinsdóttir skoraði tvennu. Eitt markið var sjálfsmark hjá Lúxemborg. Ísland skoraði 13 mörk gegn Albaníu. Margrét Brynja Kristinsdóttir skoraði fernu, Berglind Freyja Hlynsdóttir, Ísabella Sara Tryggvadóttir og Hrafnhildur Ása Halldórsdóttir skoruðu tvennu og Sigdís Eva Bárðardóttir, Jóhanna Elín Halldórsdóttir og Sóley María Davíðsdóttir skoruðu eitt mark hver.

Ísland tók þátt í undankeppni EM 2024 í október. Liðið mætti Póllandi, Írlandi og Noregi. Fyrsti leikurinn var 4-0 tap gegn Póllandi. Næsti mótherji var Írland þar sem Ísland vann 3-1 sigur. Mörk Íslands skoruðu þær Ragnheiður Þórunn Jónsdóttir, Hrefna Jónsdóttir og Thelma Karen Pálmadóttir. Síðasti leikurinn var 3-1 tapleikur gegn Noregi en mark Íslands var sjálfsmark Noregs.

U17 karla

U17 karla byrjunarlið

U17 lið karla tók þátt í milliriðli fyrir EM 2023 í Wales í mars. Fyrsti leikur Íslands var markalaust jafntefli gegn Svartfjallalandi. Næsti mótherji var Wales þar sem úrslitin voru 1-1 jafntefli. Mark Íslands skoraði Daniel Ingi Jóhannesson. Í lokaleik Íslands var mótherjinn Skotland og lauk honum með markalausu jafntefli. Ísland lauk keppni með þrjú stig og í þriðja sæti riðilsins.

Næsta verkefni liðsins var Telki Cup í Ungverjalandi. Fyrstu mótherjar Íslands voru Króatar. Leiknum lauk með 2-1 sigri Króata og var það Þorri Heiðar Bergmann sem skoraði mark Íslands. Næsti leikur var gegn Úsbekistan þar sem Ísland vann 2-0 sigur. Mörk Íslands skoruðu Freysteinn Ingi Guðnason og Thomas Ari Arnarsson. Lokaleikurinn var gegn Ungverjalandi þar sem heimamenn unnu 3-0 sigur.

Undankeppni EM 2024 fór fram í október á Írlandi. Ísland mætti þar Sviss, Armeníu og Írlandi. Fyrsti leikurinn var 3-0 tap gegn Sviss og næst var það markalaust jafntefli gegn Írlandi. Ísland vann lokaleik sinn gegn Armeníu með sjö mörkum gegn einu. Thomas Ari Arnarsson skoraði fjögur mörk og þeir Gunnar Orri Olsen, Daniel Ingi Jóhannesson og Tómas Johannessen eitt mark hver. Ísland lauk keppni í þriðja sæti riðilsins.

U16 kvenna

U16 kvenna byrjunarlið

U16 lið kvenna tók þátt í UEFA Development Tournament, æfingamóti á vegum UEFA, í apríl í Wales. Fyrsti leikur Íslands var gegn Tékklandi. Ísland vann 5-2 sigur þar sem Arnfríður Auður Arnarsdóttir skoraði tvennu og þær Líf Joostdóttir van Bemmel, Ragnheiður Þórunn Jónsdóttir og Kolfinna Eik Elínardóttir skoruðu eitt mark hver. Næsti mótherji var Ísrael og vann Ísland góðan 4-0 sigur. Þær Rakel Eva Bjarnadóttir, Karlotta Björk Andradóttir, Katla Guðmundsdóttir og Hrefna Jónsdóttir skoruðu mörk Íslands. Síðasti leikur Íslands var gegn Wales og vann Ísland aftur 4-0 sigur. Markaskorarar voru þær Katla Guðmundsdóttir, Ragnheiður Þórunn Jónsdóttir, Brynja Rán Knudsen og Hrefna Jónsdóttir.

Í júlí tók liðið þátt í Norðurlandamótinu sem að þessu sinni fór fram í Svíþjóð. Ísland mætti Hollandi í fyrsta leik þar sem 1-0 tap var niðurstaðan. Ísland vann 5-0 stórsigur gegn Danmörku þar sem Hrefna Jónsdóttir skoraði tvö mörk og þær Freyja Stefánsdóttir, Andrea Elín Ólafsdóttir og Katla Guðmundsdóttir skoruðu eitt mark hver. Í lokaleiknum var Finnland mótherjinn og var niðurstaðan 2-0 tap.

U16 karla

U16 karla byrjunarlið

U16 karla tók þátt í einu móti á árinu, UEFA Development Tournament, æfingamót á vegum UEFA sem fram fór á Möltu. Fyrsti mótherji Íslands var Armenía. Staðan var 1-1 jafntefli eftir venjulegan leiktíma eftir mark frá Thomasi Ara Arnarssyni. Að loknum venjulegum leiktíma var gripið til vítakeppni þar sem Ísland vann samtals 5-2 sigur. Næsti mótherji var Eistland þar sem Ísland tapaði 3-2. Mörk Íslands skoruðu Jónatan Guðni Arnarsson og Viktor Orri Guðmundsson. Lokaleikurinn var gegn heimamönnum frá Möltu þar sem Ísland hafði betur, 4-1. Mörk Íslands skoruðu þeir Karl Ágúst Karlsson, Thomas Ari Arnarsson, Jónatan Guðni Arnarsson og Árni Veigar Árnason. Ísland lauk keppni í þriðja sæti.

U15 kvenna

U15 kvenna byrjunarlið

U15 lið kvenna fór tvívegis til Portúgals á árinu. Fyrst spilaði liðið tvo æfingaleiki við Portúgal. Ísland vann sigur í báðum leikjunum, 3-0 og 2-1. Í fyrri leiknum skoraði Lilja Þórdís Guðjónsdóttir tvennu og Edith Kristín Kristjánsdóttir eitt mark. Í síðari leiknum voru það Hrönn Haraldsdóttir og Ísabel Rós Ragnarsdóttir sem skoruðu mörk Íslands.

UEFA Development Tournament var haldið í Portúgal í nóvember. Ásamt Íslandi og Portúgal voru Spánn og Þýskaland þátttakendur á mótinu. Ísland byrjaði mótið á 3-3 jafntefli gegn Spáni með tveimur mörkum frá Fanneyju Lísu Jóhannesdóttur og einu marki frá Hafrúnu Birnu Helgadóttur. Næst var leikur gegn Portúgal þar sem heimastelpur unnu 2-0 sigur. Lokaleikurinn var gegn Þýskalandi og lauk honum með 4-1 sigri Þjóðverja. Hafrún Birna Helgadóttir skoraði mark Íslands.

U15 karla

U15 karla byrjunarlið

U15 lið karla spilaði tvo æfingaleiki við Ungverjaland í lok ágúst á Selfossi. Fyrri leikurinn fór 2-1 fyrir Íslandi þar sem Viktor Bjarki Daðason og Gunnar Orri Olsen skoruðu mörk Íslands. Ungverjaland vann 0-2 sigur í síðari leiknum.

Liðið tók þátt í UEFA Development Tournament í Póllandi í október. Spánn var mótherjinn í fyrsta leik Íslands og þurftu íslensku strákarnir að þola 4-1 tap. Mark Íslands skoraði Mattías Kjeld. Næst mætti Ísland Póllandi og vann íslenska liðið góðan 4-2 sigur. Markaskorarar Íslands voru Mattías Kjeld, Daníel Michal Grzegorzsson, Alexander Máni Guðjónsson og Rúnar Logi Ragnarsson. Í lokaleiknum mætti Ísland Wales þar sem Wales vann með tveimur mörkum gegn einu. Mark Íslands skoraði Aron Daði Svavarsson.

Augnablik ...