Dómaramál

Pétur Guðmundsson tekur við verðlaunum

Pétur og Þórður Þorsteinn dómarar ársins

Þórður Þorsteinn Þórðarson var valinn besti dómari Bestu deildar kvenna, en þetta er í fyrsta sinn sem hann hlýtur verðlaunin.

Pétur Guðmundsson var valinn besti dómari Bestu deildar karla.

Konum fjölgar í hópi dómara

Aldrei hafa verið fleiri konur á landsdómaralista KSÍ en í ár, eða 5 talsins. Stefnt er á að auka þann hlut kvenna enn meira á næstu árum.

Konum fjölgar í hópi dómara

Metfjöldi dómarastarfa

2022 er metár þegar kemur að mönnun dómarastarfa á KSÍ leiki. Aldrei fyrr hefur skrifstofa KSÍ raðað dómurum á jafn marga leiki. Fjöldi starfa a árinu 2022 fór í fyrsta sinn yfir fimm þúsund, en ekki er hægt að segja annað en að stefnt hafi í þetta í nokkurn tíma miðað við þróun síðustu ára.

Helgi Mikael dæmdi erlendis
Mynd - Mummi Lú

Íslenskir dómarar dæmdu í erlendum keppnum

Íslenskir dómarar voru á faraldsfæti á árinu og dæmdu víða erlendis í keppnum á vegum UEFA. Það voru bæði dómarar og aðstoðardómarar sem störfuðu erlendis og hér að neðan má sjá lista yfir þá:

Þorvaldur Árnason dæmdi í undankeppni EM 2023 hjá U21 karla og í Sambandsdeild UEFA.

Helgi Mikael Jónasson dæmdi í lokakeppni EM 2022 hjá U17 karla, í Sambandsdeild UEFA og í UEFA Youth League.

Gylfi Már Sigurðsson var aðstoðardómari í lokakeppni EM 2022 hjá U17 karla, í Sambandsdeild UEFA og Þjóðadeild UEFA.

Ívar Orri Kristjánsson dæmdi í undankeppni EM 2023 hjá U21 karla og í Sambandsdeild UEFA.

Birkir Sigurðarson var aðstoðardómari í undankeppni EM 2023 hjá U21 karla, í Sambandsdeild UEFA og Þjóðadeild UEFA.

Jóhann Gunnar Guðmundsson var aðstoðardómari í undankeppni EM 2023 hjá U21 karla og í Sambandsdeild UEFA.

Egill Guðvarður Guðlaugsson var aðstoðardómari í Sambandsdeild UEFA.

Kristján Már Ólafs var aðstoðardómari í Sambandsdeild UEFA og í UEFA Youth League.

Vilhjálmur Alvar Þórarinsson dæmdi í Sambandsdeild UEFA og Þjóðadeild UEFA.

Andri Vigfússon var aðstoðardómari í Sambandsdeild UEFA.

Eysteinn Hrafnkelsson var aðstoðardómari í UEFA Youth League.

Jóhann Ingi Jónsson dæmdi erlendis
Mynd - Mummi Lú

Norræn dómaraskipti

Norræn dómaraskipti hófust árið 2005 og er tilgangur þeirra að auka þekkingu og reynslu dómara. Árið 2022 dæmdu íslenskir dómarar í Finnlandi og Færeyjum.

Jóhann Ingi Jónsson og Kristján Már Ólafs dæmdu leik PK 35 gegn TPS í næst efstu deild Finnlands.

Egill Arnar Sigþórsson og Eysteinn Hrafnkelsson dæmdu leik B68 og HB í efstu deild í Færeyjum.

Arnþór Helgi og Hafþór Bjartur dæmdu á IberCup Cascais

Arnþór Helgi Gíslason og Hafþór Bjartur Sveinsson dæmdu á IberCup Cascais mótinu.

Mótið er barna- og unglingamót sem haldið er í Cascais í Portúgal, en Arnþór Helgi og Hafþór Bjartur dæmdu á mótinu á vegum fyrirtækisins Referee Abroad. Á mótinu taka mörg stór félagslið þátt og ber þar helst að nefna Real Madrid, Sporting CP og Malaga.

Þess má geta að eftirlitsmenn voru að störfum á mótinu og komu þeir úr öllum áttum, allt frá því að vera starfandi eftirlitsmenn hjá UEFA, starfandi FIFA dómarar og eftirlitsmenn í 4.-7. deild á Englandi.

Austurland eignast tvo dómara með réttindi til að starfa í efstu deild

Á vefsíðunni Austurfrétt var fjallað um að Austurland hafi á síðustu misserum eignast tvo knattspyrnudómara sem búa á svæðinu og hafa réttindi til að dæma í efstu deild.

Dómararnir eru þeir Antoníus Bjarki Halldórsson og Guðgeir Einarsson, sem báðir hafa verið valdir til þátttöku á svokölluðu CORE-námskeiði UEFA í Sviss.

Vefur Austurfréttar
Augnablik ...