Stjórn KSÍ
Ársþing
- ársþing KSÍ var haldið í Íþróttamiðstöð Fram í Úlfarsárdal, Reykjavík, 24. febrúar 2024.
Stjórn KSÍ var þannig skipuð að loknu ársþingi:
Þorvaldur Örlygsson, formaður |
Helga Helgadóttir |
Ingi Sigurðsson |
Orri Vignir Hlöðversson |
Pálmi Haraldsson |
Sveinn Gíslason |
Tinna Hrund Hlynsdóttir |
Unnar Stefán Sigurðsson |
Þorkell Máni Pétursson |
Hildur Jóna Þorsteinsdóttir |
Jón Rúnar Halldórsson |
Jón Sigurður Pétursson |
Sigrún Ríkharðsdóttir |
Aðalfulltrúi Austurlands var kjörinn Guðmundur Bj. Hafþórsson, Þorsteinn Haukur Harðarson fyrir Vesturland, Tryggvi Gunnarsson fyrir Norðurland og Trausti Hjaltason fyrir Suðurland.
Fundargerðir stjórnar má sjá á vef KSÍ.
Nafn | Starf |
---|---|
Eysteinn Pétur Lárusson | framkvæmdastjóri |
Arnar Bill Gunnarsson | deildarstjóri fræðsludeildar |
Birkir Sveinsson | sviðsstjóri innanlandssviðs |
Bryndís Einarsdóttir | fjármálastjóri |
Dagur Sveinn Dagbjartsson | fræðsludeild |
Davíð Ernir Kolbeins | samskiptadeild |
Elías Bóasson | starfsmaður Laugardalsvallar |
Fannar Helgi Rúnarsson | innanlandssvið |
Grímur Gunnarsson | knattspyrnusvið |
Guðlaugur Gunnarsson | innanlandssvið |
Guðni Þór Einarsson | innanlandssvið |
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir | knattspyrnusvið |
Hafrún Jónsdóttir | fjármála- og rekstrardeild |
Hafsteinn Steinsson | knattspyrnusvið |
Haukur Hinriksson | innanlandssvið |
Jóhann Ólafur Sigurðsson | samskiptadeild |
Jörundur Áki Sveinsson | sviðsstjóri knattspyrnusviðs |
Katrín Ómarsdóttir | samskiptadeild |
Kristinn V. Jóhannsson | vallarstjóri Laugardalsvallar |
Lára Hafliðadóttir | knattspyrnusvið |
Magnús Már Jónsson | innanlandssvið |
Ómar Smárason | deildarstjóri samskiptadeildar |
Óskar Örn Guðbrandsson | samskiptadeild |
Ragnheiður Elíasdóttir | knattspyrnusvið |
Sigurður Sveinn Þórðarson | knattspyrnusvið |
Sóley Guðmundsdóttir | samskiptadeild |
Stefán Sveinn Gunnarsson | sviðsstjóri markaðssviðs |
Tom Goodall | knattspyrnusvið |
Þóroddur Hjaltalín | innanlandssvið |
Nafn | Starf |
---|---|
Aldís Ylfa Heimisdóttir | U17/U16 kvenna |
Arnar Bergmann Gunnlaugsson | A karla |
Ásmundur Haraldsson | Aðstoðarþjálfari A kvenna |
Davíð Snorri Jónasson | Aðstoðarþjálfari A karla |
Fjalar Þorgeirsson | Yfirmarkmannsþjálfari yngri landslið |
Lúðvik Gunnarsson | U17/U16 karla |
Margrét Magnúsdóttir | U23 kvenna, U15 kvenna, Hæfileikamótun kvenna |
Ólafur Ingi Skúlason | U21 karla |
Ómar Ingi Guðmundsson | U15 karla, Hæfileikamótun karla |
Þorsteinn H. Halldórsson | A kvenna |
Þórður Þórðarson | U19/U18 kvenna |
Þórhallur Siggeirsson | U19/U18 karla |
Breytingar á skipan landsliðsþjálfara KSÍ á árinu
Arnar Bergmann Gunnlaugsson var ráðinn landsliðsþjálfari A karla í janúar 2025 og tók við stjórn liðsins af Åge Hareide sem lét af störfum eftir riðlakeppni Þjóðadeildarinnar.
Ómar Ingi Guðmundsson var ráðinn sem landsliðsþjálfari U15 karla og yfirmaður hæfileikamótunar karla. Ómar var einnig ráðinn aðstoðarþjálfari U19 karla. Hann er HK-ingur að upplagi, hefur lokið KSÍ A gráðu í þjálfun. Hann tók við þjálfun meistaraflokks karla hjá sínu uppeldisfélagi fyrir keppnistímabilið 2022 þegar liðið lék í Lengudeild og stýrði því í Bestu deildinni árin 2023 og 2024.
Aldís Ylfa Heimisdóttir var ráðin sem landsliðsþjálfari U17 og U16 kvenna ásamt því að vera aðstoðarþjálfari hjá U19 kvenna. Aldís, sem er með KSÍ A gráðu í þjálfun og meistaragráðu í verkefnastjórnun, var aðstoðarþjálfari í yngri landsliðum kvenna árin 2021-2023 (U15-U16-U17) ásamt því að starfa við Hæfileikamótun KSÍ. Þá starfaði hún sem þjálfari hjá ÍA í rúman áratug þar sem hún þjálfaði m.a. 2. flokk kvenna ásamt því að halda utan um kvennastarfið hjá KFÍA. Að auki var hún aðstoðarþjálfari meistaraflokks kvenna hjá ÍA í 3 ár. Sem leikmaður lék Aldís 72 leiki með meistaraflokki ÍA og skoraði 8 mörk, og einnig hefur hún leikið tvisvar með U19 landsliði Íslands og skorað eitt mark.
Lára Hafliðadóttir var ráðin til starfa á knattspyrnusvið þar sem hún mun hafa yfirumsjón með þol- og styrktarþjálfun hjá yngri landsliðum karla og kvenna í fjarveru Gunnhildar Yrsu Jónsdóttur, sem er í fæðingarorlofi. Lára er með meistaragráðu í Íþróttavísindum og þjálfun frá HR og KSÍ-B þjálfaragráðu. Þá er Lára að hefja doktorsnám í líkamlegri þjálfun knattspyrnukvenna sem og UEFA Fitness A þjálfaranám. Hún hefur sérhæft sig í mælingum, álagsstýringu, styrktar- og þolþjálfun knattspyrnufólks sem hún hefur kennt á þjálfaranámskeiðum KSÍ undanfarin ár, en hún er með KSÍ A leiðbeinendagráðu. Hún starfar í dag sem fitnessþjálfari meistaraflokks kvenna Víkings í knattspyrnu og U23 landsliðs kvenna, við rannsóknir í háskólanum í Reykjavík, ásamt því að kenna íþróttavísindi í grunnskólanum NÚ. Lára hefur margra ára reynslu við líkamlega þjálfun knattspyrnufólks ásamt því að hafa starfað sem knattspyrnuþjálfari, og hún lék einnig knattspyrnu í fjölmörg ár, m.a. með yngri landsliðum Íslands.
Útskrifaðist með meistaragráðu í stjórnun íþrótta (MESGO)
Stefán Gunnarsson sviðsstjóri markaðssviðs hjá KSÍ útskrifaðist nýlega úr MESGO meistaranámi (Executive Master in Sports Governance), en námið er skipulagt og starfrækt í samstarfi Háskólans í Limoges í Frakklandi og Knattspyrnusambands Evrópu (UEFA). MESGO námið snýr að stjórnun og útbreiðslu íþrótta, þeim áskorunum sem íþróttir í heiminum standa frammi fyrir með breytingum á starfsumhverfi þeirra og hvernig hægt er að hafa jákvæð áhrif á uppbyggingu íþróttastarfs.
MESGO námið er fyrir stjórnendur sem starfa á sviði íþrótta og stendur yfir í 2 ár með vinnustofum víða um heim. Lokaverkefni Stefáns sneri að stefnumótun kvennaknattspyrnu í Mið Austurlöndum.
Katrín Ómarsdóttir ráðinn sem COMET verkefnastjóri
Katrín Ómarsdóttir var ráðin tímabundið til starfa á skrifstofu KSÍ sem verkefnastjóri. Katrín mun hafa umsjón með innleiðingu á COMET, nýju móta- og upplýsingakerfi fyrir mótahald og aðra starfsemi sambandsins.
Eysteinn Pétur nýr framkvæmdastjóri KSÍ
Eysteinn Pétur Lárusson var ráðinn nýr framkvæmdastjóri KSÍ og hóf hann störf 1. september.
Eysteinn Pétur kemur til KSÍ frá Breiðabliki þar sem hann var framkvæmdastjóri aðalstjórnar og áður knattspyrnudeildar félagsins í rúm 10 ár. Breiðablik rekur 12 deildir sem samanstanda af rúmlega 3.000 iðkendum. Áður en Eysteinn fór til Breiðabliks starfaði hann sem framkvæmdastjóri og þjálfari knattspyrnudeildar hjá Hvöt á Blönduósi og Þrótti í Reykjavík þar sem hann var einnig íþróttastjóri. Eysteinn hefur því víðtæka reynslu á sviði íþrótta og knattspyrnu.
Davíð Ernir ráðinn í samskiptadeild KSÍ
Davíð Ernir Kolbeins var ráðinn í tímabundið starf í samskiptadeild KSÍ og mun hann starfa við fréttaflutning og efnisvinnslu fyrir miðla KSÍ, auk þess að halda utan um samfélagsleg verkefni og grasrótarverkefni.