Stjórn og starfsfólk KSÍ

Stjórn KSÍ

Ársþing

  1. ársþing KSÍ var haldið í Íþróttahúsinu á Torfnesi, Ísafirði, 25. febrúar 2023.

Stjórn KSÍ var þannig skipuð að loknu ársþingi:

Stjórn KSÍ
Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður
Borghildur Sigurðardóttir
Halldór Breiðfjörð Jóhannsson
Helga Helgadóttir
Ívar Ingimarsson
Orri Vignir Hlöðversson
Pálmi Haraldsson
Sigfús Ásgeir Kárason
Tinna Hrund Hlynsdóttir
Unnar Stefán Sigurðsson
Varamenn í aðalstjórn
Hildur Jóna Þorsteinsdóttir
Jón Rúnar Halldórsson
Jón Sigurður Pétursson
Sigrún Ríkharðsdóttir

Aðalfulltrúi Austurlands var kjörinn Eva Dís Pálmadóttir, Oddný Eva Böðvarsdóttir fyrir Vesturland, Ómar Bragi Stefánsson fyrir Norðurland og Trausti Hjaltason fyrir Suðurland

Fundargerðir stjórnar má sjá á vef KSÍ.

Starfsfólk KSÍ
NafnStarf
Klara Bjartmarzframkvæmdastjóri
Arnar Bill Gunnarssondeildarstjóri fræðsludeildar
Birkir Sveinssonsviðsstjóri innanlandssviðs
Bryndís Einarsdóttirfjármálastjóri
Dagur Sveinn Dagbjartssonfræðsludeild
Elías Bóassonstarfsmaður Laugardalsvallar
Elísabet Ósk Guðmundsdóttirknattspyrnusvið
Fannar Helgi Rúnarssoninnanlandssvið
Grímur Gunnarssonknattspyrnusvið
Guðlaugur Gunnarssoninnanlandssvið
Hafrún Jónsdóttirfjármála- og rekstrardeild
Hafsteinn Steinssoninnanlandssvið
Haukur Hinrikssoninnanlandssvið
Jóhann Ólafur Sigurðssonsamskiptadeild
Jörundur Áki Sveinssonsviðsstjóri knattspyrnusviðs
Kristinn V. Jóhannssonvallarstjóri Laugardalsvallar
Magnús Már Jónssoninnanlandssvið
Nahla Trabelsifjármála- og rekstrardeild
Ómar Smárasondeildarstjóri samskiptadeildar
Óskar Örn Guðbrandssonsamskiptadeild
Pjetur Sigurðssoninnanlandssvið
Ragnheiður Elíasdóttirknattspyrnusvið
Siguður Sveinn Þórðarsonknattspyrnusvið
Sóley Guðmundsdóttirsamskiptadeild
Stefán Sveinn Gunnarssonsviðsstjóri markaðssviðs
Þóroddur Hjaltalíninnanlandssvið
Landsliðsþjálfarar 2023
NafnStarf
Åge HareideA karla
Ásmundur HaraldssonAðstoðarþjálfari A kvenna
Davíð Snorri JónassonU21 karla
Fjalar ÞorgeirssonYfirmarkmannsþjálfari yngri landsliða
Jóhannes Karl GuðjónssonAðstoðarþjálfari A karla
Lúðvík GunnarssonU17/U16 karla
Magnús Örn HelgasonU15 kvenna
Margrét MagnúsdóttirU19/U18 kvenna
Ólafur Ingi SkúlasonU19/U18 karla
Þorsteinn H. HalldórssonA kvenna
Þórður ÞórðarsonU23 kvenna og U17/U16 kvenna
Þórhallur SiggeirssonU15 karla, aðstoðarþjálfari U21 karla

Breytingar á skipan landsliðsþjálfara KSÍ á árinu

Age Hareide var ráðinn landsliðsþjálfari A karla í apríl 2023 og tók við stjórn liðsins af Arnari Þór Viðarssyni.

Þórhallur Siggeirsson var ráðinn yfirmaður hæfileikamótunar karla og þjálfari U15 landsliðs karla í mars. Þórhallur var einnig ráðinn aðstoðarþjálfari U21 liðs karla. Þórhallur, sem hefur starfað við þjálfun frá árinu 1999 og hefur kennt á A og B þjálfaragráðum KSÍ frá árinu 2018, hefur viðamikla reynslu sem þjálfari hér á landi hjá HK, Stjörnunni, Þrótti R. og Val. Hann er með UEFA A og UEFA Youth A Elite þjálfaragráður ásamt því að vera með M.Sc. í íþróttafræði frá Háskólanum í Reykjavík og hefur þjálfað unga leikmenn, verið yfirþjálfari, afreksþjálfari og þjálfað meistaraflokk. Þórhallur hefur þjálfað hjá Sarpsborg í Noregi og Emami East Bengal á Indlandi ásamt því að vera í þjálfarateymi U21 ára landsliðs karla frá 2021.

Þórður Þórðarson var á árinu ráðinn þjálfari U16, U17 og U23 landsliða kvenna. Þórður, sem hefur lokið KSÍ Pro gráðu, hefur mikla reynslu sem þjálfari og hefur m.a. þjálfað bæði karla og kvennalið ÍA í meistaraflokki og starfaði einnig sem yfirþjálfari ÍA. Þórður var landsliðsþjálfari U19 kvenna frá árinu 2014 til 2021 ásamt því að vera aðstoðarþjálfari U16/17 kvenna á sama tímabili.

Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir var ráðin aðstoðarþjálfari Þórðar með U23 liðið. Bára hefur verið þjálfari síðan 2014 bæði hér á Íslandi sem og í Svíþjóð. Bára hefur farið í fjölda verkefna á vegum KSÍ sem aðstoðarþjálfari og leikgreinandi, fyrst árið 2017. Bára er sjúkraþjálfari að mennt og hefur lokið UEFA A þjálfaragráðu.

Margrét Magnúsdóttir, þjálfari U19 kvenna, var einnig ráðin aðstoðarþjálfari Þórðar með U16 og U17 liðin. Margrét hefur náð frábærum árangri sem þjálfari U19 kvenna, kom liðinu í úrslitakeppni EM nú í sumar þar sem liðið stóð sig vel og endaði í 5.-6. sæti.

Útskrifaðist úr námi í Alþjóðlegri samningagerð og gerðardómsrétti

Haukur Hinriksson, yfirlögfræðingur á skrifstofu KSÍ, útskrifaðist um helgina úr í Alþjóðlegri samningagerð og gerðardómsrétti (International contracts and arbitration) við Fribourg-háskóla í Sviss. Um er að ræða nám til LLM gráðu í lögfræði.

Sem hluta af LLM gráðunni bauðst Hauki að finna starfsnám sem metið yrði sem hluti af náminu og starfaði hann um sex vikna skeið í málaferladeild FIFA (FIFA Litigation Division). Deildin er hliðardeild við lögfræðideild FIFA og sér um öll málaferli FIFA, þá allra helst málaferli FIFA hjá Alþjóða Íþróttadómstólnum í Lausanne í Sviss (Court of Arbitration for sport - CAS). Þar sér deildin um að taka til varna þegar niðurstöðum úrskurðaraðila FIFA hefur verið áfrýjað til Alþjóða Íþróttadómstólsins CAS, t.d. ákvörðunum aganefndar FIFA (FIFA Disciplinary Committee) áfrýjunarnefndar FIFA (FIFA Appeals Body), siðanefndar FIFA (FIFA Ethics Committee) og ákvörðunum knattspyrnudómstóls FIFA (FIFA Football Tribunal).

Lúðvík hættir í leyfisnefnd UEFA

Lúðvík S. Georgsson, fyrrverandi stjórnarmaður í KSÍ og fyrrverandi formaður leyfisráðs KSÍ, hætti í leyfisnefnd UEFA á árinu vegna aldurstakmarkana í nefndum UEFA. Lúðvík hefur setið í leyfisnefnd UEFA síðan 2006, en sú nefnd fer með málefni leyfiskerfisins innan UEFA. Í nefndinni sitja jafnan 10 einstaklingar frá jafn mörgum löndum og er valið í nefndina til tveggja ára í senn.

Lúðvík, sem í dag er formaður aðalstjórnar KR, á að baki áratuga langt og mikilvægt starf fyrir knattspyrnuhreyfinguna. Hann sat í stjórn knattspyrnudeildar KR árin 1980-1995, sem formaður síðustu fjögur árin, og sat síðan í stjórn KSÍ 1996-2014, m.a. sem ritari og varaformaður, en hætti í stjórn að loknu ársþingi 2014. Að loknu þinginu var Lúðvík sæmdur gullmerki KSÍ og heiðurskrossi ÍSÍ.

Augnablik ...