Stjórn og starfsfólk KSÍ

Stjórn KSÍ

Ársþing

  1. ársþing KSÍ var haldið á Ásvöllum í Hafnarfirði 26. febrúar 2022.

Stjórn KSÍ var þannig skipuð að loknu ársþingi:

Stjórn KSÍ
Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður
Borghildur Sigurðardóttir
Guðlaug Helga Sigurðardóttir
Helga Helgadóttir
Ívar Ingimarsson
Orri Vignir Hlöðversson
Pálmi Haraldsson
Sigfús Ásgeir Kárason
Torfi Rafn Halldórsson
Unnar Stefán Sigurðsson
Varamenn í aðalstjórn
Halldór Breiðfjörð Jóhannsson
Kolbeinn Kristinsson
Tinna Hrund Hlynsdóttir

Aðalfulltrúi Austurlands var kjörinn Eva Dís Pálmadóttir, Oddný Eva Böðvarsdóttir fyrir Vesturland, Ómar Bragi Stefánsson fyrir Norðurland og Trausti Hjaltason fyrir Suðurland.

Fundargerðir stjórnar má sjá á vef KSÍ.

Starfsfólk KSÍ
NafnStarf
Klara Bjartmarzframkvæmdastjóri
Arnar Bill Gunnarssondeildarstjóri fræðsludeildar
Birkir Sveinssonsviðsstjóri innanlandssviðs
Bryndís Einarsdóttirfjármálastjóri
Dagur Sveinn Dagbjartssonfræðsludeild
Elías Bóassonstarfsmaður Laugardalsvallar
Elísabet Ósk Guðmundsdóttirknattspyrnusvið
Fannar Helgi Rúnarsson*innanlandssvið
Grímur Gunnarssonknattspyrnusvið
Guðlaugur Gunnarssoninnanlandssvið
Hafrún Jónsdóttirfjármála- og rekstrardeild
Hafsteinn Steinssoninnanlandssvið
Haukur Hinrikssoninnanlandssvið
Jóhann Ólafur Sigurðssonsamskiptadeild
Jörundur Áki Sveinssonsviðsstjóri knattspyrnusviðs
Kristinn V. Jóhannssonvallarstjóri Laugardalsvallar
Lúðvík Gunnarssonknattspyrnusvið
Magnús Már Jónssoninnanlandssvið
Ómar Smárasondeildarstjóri samskiptadeildar
Óskar Örn Guðbrandssonsamskiptadeild
Pjetur Sigurðssoninnanlandssvið
Ragnheiður Elíasdóttirknattspyrnusvið
Sigurður Hlíðar Rúnarsson*markaðssvið
Sigurður Sveinn Þórðarsonknattspyrnusvið
Sóley Guðmundsdóttirsamskiptadeild
Stefán Sveinn Gunnarssonsviðsstjóri markaðssviðs
Þóroddur Hjaltalíninnanlandssvið
*Fannar Helgi Rúnarsson og Sigurður Hlíðar Rúnarsson hófu störf í upphafi árs 2023.
Landsliðsþjálfarar 2022
NafnStarf
Arnar Þór ViðarssonA karla
Ásmundur HaraldssonAðstoðarþjálfari A kvenna
Davíð Snorri JónassonU21 karla
Fjalar ÞorgeirssonYfirmarkmannsþjálfari yngri landsliða
Jóhannes Karl GuðjónssonAðstoðarþjálfari A karla
Jörundur Áki SveinssonU17/U16 karla
Lúðvík GunnarssonU15 karla
Magnús Örn HelgasonU17/U16 kvenna
Margrét MagnúsdóttirU19 kvenna
Ólafur Ingi SkúlasonU19 karla og U15 kvenna
Þorsteinn H. HalldórssonA kvenna

Starfsfólk KSÍ

Í upphafi árs var Grétar Rafn Steinsson ráðinn til KSÍ sem tæknilegur ráðgjafi knattspyrnusviðs. Ráðningin var tímabundin til sex mánaða.

Á meðal helstu verkefna Grétars í starfi sínu hjá KSÍ voru þarfagreining og skimun (scouting) innan Knattspyrnusviðs KSÍ, vinna að stefnumótun, fagleg efling á greiningarvinnu innan íslenskrar knattspyrnu almennt (landslið og félagslið) í samvinnu og samráði við starfsmenn Knattspyrnusviðs KSÍ og fulltrúa aðildarfélaganna eins og við átti, í formi funda, námskeiða og fyrirlestra, samhæfing á greiningarvinnu og skimun yngri og eldri landsliða í samvinnu og samstarfi við þjálfara liðanna, og ábyrgð á þróun gagnagrunns sem heldur utan um gögn Knattspyrnusviðs KSÍ.

Tom Goodall var ráðinn til starfa hjá KSÍ í mars. Tom er leikgreinandi hjá A landsliðum karla og kvenna en hann starfar einnig hjá Hudl á Englandi. Hudl er í fararbroddi á sviði lausna fyrir greiningar og frammistöðumat í afreksíþróttum og nýtist þjálfurum jafnt sem leikmönnum í knattspyrnu og öðrum íþróttum við að ná og halda forskoti í samkeppnisumhverfi.

Elísabet Ósk Guðmundsdóttir hóf í apríl störf á knattspyrnusviði. Meginverkefni Elísabetar eru tengd A landsliði kvenna og öðrum landsliðum sem og heilbrigðismálum.

Sóley Guðmundsdóttir var ráðin til starfa á Samskiptadeild KSÍ og hóf störf í byrjun apríl. Á meðal verkefna Sóleyjar eru samfélagsleg verkefni, grasrótarverkefni og útbreiðslustarf, fréttaflutningur og efnisvinnsla fyrir miðla KSÍ og samskipti við fjölmiðla og aðra hagsmunaaðila.

Jörundur Áki Sveinsson var ráðinn sviðsstjóri knattspyrnusviðs. Hann tók við starfinu af Arnari Þór Viðarssyni sem sinnti starfinu samhliða því að vera þjálfari A landsliðs karla. Staðan var auglýst í ágúst og bárust alls fjórar umsóknir.

Sviðsstjóri knattspyrnusviðs vinnur að því að efla faglega þekkingu og framþróun á knattspyrnusviði sambandsins þannig að sviðið standist alþjóðlegan samanburð. Sviðsstjóri hefur auk þess umsjón með markmiðasetningu því tengdu og vinnur að þróun afreksstefnu sambandsins. Jörundur hefur auk þess aðkomu að þjálfun yngri landsliða og vinnur náið með þjálfurum A landsliða.

Hafrún Jónsdóttir var á árinu ráðin til starfa í móttöku á skrifstofu KSÍ. Hafrún vann við afleysingar hjá KSÍ áður en hún var ráðin tímabundið í móttökuna snemma árið 2022. Á haustmánuðum var Hafrún fastráðin. Á meðal verkefna Hafrúnar eru símsvörun, móttaka og almenn afgreiðslustörf, og undirbúningur funda og annarra verkefna.

Í upphafi árs 2023 var Þóroddur Hjaltalín ráðinn til starfa á innanlandssvið á skrifstofu KSÍ. Þóroddur starfaði tímabundið fyrir KSÍ árið 2022. Á meðal verkefna Þórodds má nefna stefnumótun í dómaramálum, fræðslu- og útbreiðslustarf og fjölgun dómara og þar á meðal sérátak í fjölgun kvenkyns dómara.

Í upphafi árs 2023 var Fannar Helgi Rúnarsson ráðinn í starf leyfisstjóra og hóf hann störf 1. febrúar. Fannar hefur tekið við stjórn leyfismála og mannvirkjamála og mun hann aðstoða aðildarfélög við að framfylgja kröfum um leyfiskerfi KSÍ og UEFA ár hvert.

Sigurður Hlíðar Rúnarsson hefur verið ráðinn á markaðssvið og tekur hann formlega til starfa þann 1. mars. Um er að ræða tímabundna ráðningu til 30. nóvember þar sem Stefán Sveinn Gunnarsson, markaðsstjóri KSÍ, er í tímabundnu leyfi vegna verkefna erlendis. Dæmi um helstu verkefni Sigurðar á markaðssviði eru umsjón með upplifun gesta Laugardalsvallar, gerð markaðs- og kynningaráætlunar innlendra móta og alþjóðlegra verkefna KSÍ og markaðssetning og þjónusta við innlent mótahald og landslið.

Breytingar á skipan landsliðsþjálfara KSÍ á árinu

Margrét Magnúsdóttir var ráðin þjálfari U19 kvenna á árinu

Í upphafi árs 2022 var Jóhannes Karl Guðjónsson ráðinn aðstoðarþjálfari A landsliðs karla. Margrét Magnúsdóttir var einnig ráðin til KSÍ í upphafi árs, sem þjálfari U19 kvenna og aðstoðarþjálfari U17 kvenna.

Í upphafi árs 2023 voru gerðar breytingar á skipan þjálfara yngri landsliða kvenna. Magnús Örn Helgason tók við þjálfun U15 kvenna af Ólafi Inga Skúlasyni og mun áfram hafa umsjón með hæfileikamótun kvenna. Margrét Magnúsdóttir hefur tekið við þjálfun U16 kvenna. Magnús Örn mun aðstoða Margréti með U16 liðið fram yfir UEFA Development mót sem er á dagskrá í apríl. Margrét og Magnús Örn munu klára sín verkefni með U17 og U19 sem leika í milliriðlum í vor.

Einnig voru gerðar breytingar hjá yngri landsliðum karla. Lúðvík Gunnarsson, yfirmaður Hæfileikamótunar N1 og KSÍ og þjálfari U15 karla, var ráðinn þjálfari U17 og U16 karla. Lúðvík tekur við starfinu af Jörundi Áka Sveinssyni. Lúðvík heldur áfram í störfum sínum í Hæfileikamótuninni og með U15 karla þar til nýr þjálfari verður ráðinn.

Í sumar framlengdi KSÍ samning sinn við Þorstein H. Halldórsson þjálfara A landsliðs kvenna. Þorsteinn tók við liðinu í byrjun árs 2021 og stýrði liðinu í lokakeppni EM 2022. Nýr samningur Þorsteins gildir til 2026 en er með framlengingarákvæði í tengslum við HM 2027.

Augnablik ...