Mótin innanlands

Meistaraflokkur karla

Besta deild karla

Víkingur R. Íslandsmeistarar

Mynd - Mummi Lú

Líkt og árið 2022 var leikin hefbundin tvöföld umferð og að loknum þeim umferðum skiptist deildin í eftir hluta og neðri hluta.

Víkingur R. fagnaði Íslandsmeistaratitli í karlaflokki í annað sinn á síðustu þremur árum. Víkingar byrjuðu tímabilið af miklum krafti og fengu t.a.m. ekki á sig mark fyrr en í fimmtu umferð ásamt því að vinna fyrstu átta leiki sína. Liðið settist á toppinn eftir fyrstu umferð og var þar allt til loka mótsins. Forskot Víkinga á Val, sem endaði í öðru sæti, var 11 stig að lokinni úrslitakeppni.

Birnir Snær Ingason úr Víking R. var kosinn besti leikmaður deildarinnar og Emil Atlason var markahæstur með 17 mörk í 21 leik og hlaut því Gullskó Nike. Eggert Aron Guðmundsson, leikmaður Stjörnunnar, var kosinn efnilegasti leikmaður deildarinnar. Pétur Guðmundsson var valinn besti dómarinn.

Best sótti leikur sumarsins í Bestu deild karla var Þjóðhátíðarleikurinn í Vestmannaeyjum þar sem mættust ÍBV og Stjarnan, en á þeim leik voru áhorfendur 2.302. Þar á eftir koma leikirnir Víkingur - Breiðablik (1.928) og Breiðablik – Víkingur (1.915), báðir leikir í fyrri hluta mótsins. Í seinni hlutanum voru best sóttu leikirnir Víkingur – Valur (1.589) og Breiðablik – Víkingur (1.580). Besti sótti leikurinn í neðri hlutanum var leikur Fylkis og Fram (1.666).

Áhorfendafjöldi
Hluti tímabilsFjöldiMeðaltal
Fyrri hluti111.331843
Neðri hluti8.654577
Efri hluti13.568905
Samanlagt133.553824

Lengjudeild karla

Vestri fagnar sæti í Bestu deild karla

Mynd - Mummi Lú

Lengjudeild karla var leikin í fyrsta sinn með breyttu sniði. Það lið sem vinnur deildina fer beint upp í Bestu deild á meðan liðin í 2.-5. sæti fara í umspil um laust sæti í Bestu deild.

ÍA endaði tímabilið á toppnum og fór því beint upp, en Afturelding, Fjölnir, Vestri og Leiknir R. áttust við í umspilinu. Í undanúrslitum mættust Leiknir R. og Afturelding annars vegar og Fjölnir og Vestri hins vegar, en leikið var heima og að heiman. Afturelding og Vestri tryggðu sér sæti í úrslitaleik umspilsins, en hann var leikinn á Laugardalsvelli 30. september. Leikurinn var jafn og aðeins eitt mark skildi liðin að, en það var Vestri sem skoraði það í fyrri hálfleik framlengingar.

Meistarakeppni KSÍ karla

Blikar vinna Meistarakeppni KSÍ

Mynd - Mummi Lú

Breiðablik og Víkingur R. mættust í Meistarakeppni KSÍ, en leikið var á Kópavogsvelli 4. apríl. Blikar byrjuðu leikinn af krafti og leiddu 2-0 í hálfleik. Nikolaj Hansen minnkaði muninn fyrir Víkinga á 77. mínútu, en aðeins fjórum mínútum síðar skoraði Höskuldur Gunnlaugsson þriðja mark Blika. Nikolaj Hansen skoraði aftur í uppbótartíma, en lengra komust Víkingar ekki og 3-2 sigur Blika staðreynd.

Fótbolti.net bikarinn

Víðir fagnar fótbolti.net bikarnum

Bikarkeppni neðri deilda fór fram í fyrsta sinn sumarið 2023, en í henni léku lið í 2.-4. deild karla. Víðir Garði og KFG mættust í úrslitaleik keppninnar sem leikinn var á Laugardalsvelli föstudaginn 29. september. Víðir lék í sumar í 3. deild á meðan KFG lék í 2. deild og því ljóst að um áhugaverðan leik yrði að ræða. KFG tók forystuna á 21. mínútu, en Víðir jafnaði undir lok fyrri hálfleiks. Það voru svo Víðismenn sem reyndust sterkari aðilinn, en þeir skoruðu sigurmarkið undir lok leiksins og lyftu bikarnum í leikslok.

Lengjubikar karla
A deildValur
B deildHaukar
C deildKFK
Neðri deildir Íslandsmóts
2. deildDalvík/Reynir
3. deildReynir S.
4. deildVængir Júpíters
5. deildRB

Meistaraflokkur kvenna

Besta deild kvenna

Valur Íslandsmeistarar

Mynd - Mummi Lú

Besta deild kvenna var með nýju sniði í ár, því sama og var í fyrsta sinn í Bestu deild karla tímabilið 2022. Að loknum 18 umferðum skiptist deildin í efri hluta og neðri hluta. Liðin í sætum eitt til sex mættust öll einu sinni og liðin í sætum sjö til tíu mættust liðin öll einu sinni einnig.

Valur varð Íslandsmeistari þriðja árið í röð og í 14. skiptið í heildina árið 2023. Valur og Breiðablik börðust hart um titilinn, liðin voru jöfn að stigum eftir 15 umferðir, en Valur komst í þriggja stiga forystu eftir 3-2 sigur gegn Þór/KA í sextándu umferð á meðan Breiðablik tapaði 2-4 gegn Stjörnunni. Valur lét þá forystu ekki af hendi og tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í næstsíðustu umferð.

Bryndís Arna Níelsdóttir, leikmaður Vals, var kosin best í Bestu deild kvenna og var hún jafnframt markahæst með 15 mörk í 22 leikjum. Katla Tryggvadóttir, leikmaður Þróttar R. var kosin efnilegust og Þórður Þorsteinn Þórðarson besti dómarinn.

Í Bestu deild kvenna var best sótti leikurinn í fyrri hlutanum viðureign Vals og ÍBV (827), en leikur Breiðabliks og Stjörnunnar var ekki langt undan (823). Best sótti leikur sumarsins var síðan leikur Vals og Breiðabliks í efri hlutanum, þar sem mættu 1.173 áhorfendur. Í neðri hlutanum mættu 400 manns á leik Tindastóls og ÍBV og 363 sáu viðureign Selfoss og Tindastóls.

Fyrri hluti 18.619 alls, 207 meðaltal

Neðri hluti 1.230 alls, 205 meðaltal

Efri hluti 3.772 alls, 251 meðaltal

Samanlagt 23.621 alls, 213 meðaltal

Áhorfendafjöldi
Hluti mótsFjöldi allsMeðaltal
Fyrri hluti18.619207
Neðri hluti1.230205
Efri hluti3.772251
Samanlagt23.621213

Lengjudeild kvenna

Víkingur R. unnu Lengjudeildina

Mynd - Mummi Lú

Baráttan um tvö laus sæti í Bestu deild kvenna var mjög jöfn og spennandi og voru það helst fjögur lið sem háðu hana. Þegar mótið var hálfnað sat Víkingur R. á toppi deildarinnar með fimm stiga forskot á HK. Fylkir tók annað sætið af HK í 11. umferð og hélt því allt til loka, þó HK var aldrei langt undan. Það verða því Víkingur R. og Fylkir sem leika í Bestu deild kvenna sumarið 2024.

Mjólkurbikar kvenna

Víkingur R. Mjólkurbikarmeistarar kvenna

Víkingur R. varð Mjólkurbikarmeistari eftir 3-1 sigur gegn Breiðabliki. Þetta var í fyrsta sinn sem Víkingur R. hampar titlinum og í fyrsta sinn sem lið í næstefstu deild tekst það. Nadía Atladóttir kom Víkingum yfir strax á fyrstu mínútu leiksins, en Birta Georgsdóttir jafnaði leikinn á fimmtándu mínútu. Nadía var svo aftur á ferðinni undir lok fyrri hálfleiks og Víkingar leiddu því með einu marki í hálfleik. Það var svo Freyja Stefánsdóttir sem gulltryggði sigur Víkings þegar hún skoraði þriðja mark liðsins undir lok leiksins. Ótrúlegur sigur Víkinga staðreynd, en liðið komst vann einnig Lengjudeild kvenna og leikur á meðal þeirra bestu á næsta leiktímabili.

Aðsóknarmetið í úrslitaleik bikarkeppni var slegið í leiknum, en alls mættu 2.578 manns á Laugardalsvöll. Fyrra metið var sett þegar 2.435 manns sáu úrslitaleik Stjörnunnar og Selfoss árið 2015.

Mjólkurbikar karla

Víkingur R. Mjólkurbikarmeistarar karla

Víkingur R. varð bikarmeistari í fjórða sinn í röð, en keppnin árið 2020 var ekki kláruð vegna Covid. Liðið mætti KA í úrslitaleiknum á Laugardalsvelli og endaði hann með 3-1 sigri Víkinga.

Matthías Vilhjálmsson skoraði fyrsta mark leiksins á 38. mínútu og leiddu Víkingar því 1-0 í hálfleik. Aron Elís Þrándarson tvöfaldaði forystu Víkings á 72. mínútu áður en Ívar Örn Árnason minnkaði muninn fyrir KA á 82. mínútu. Það var svo Ari Sigurpálsson sem gulltryggði sigur Víkings er hann skoraði tveimur mínútum síðar og Víkingi tókst með því að verja titilinn.

Meistarakeppni KSÍ kvenna

Stjarnan Meistarakeppni KSÍ

Stjarnan og Valur mættust í Meistarakeppni KSÍ. Líkt og árið á undan fór þessi leikur alla leið í vítaspyrnukeppni, en þar stóð Stjarnan upp sem sigurvegari. Hvorugu liðinu tókst að skora í venjulegum leiktíma og var því gripið til vítaspyrnukeppni. Þar skoraði Stjarnan úr fjórum spyrnum gegn þremur hjá Val.

Lengjubikar kvenna
A deildStjarnan
B deildVíkingur R.
C deildVölsungur
Neðri deildir Íslandsmóts
LengjudeildVíkingur R.
2. deildÍR
Augnablik ...