Fræðsla

KSÍ hélt 37 fræðsluviðburði á árinu fyrir 816 þátttakendur.

Þjálfarar A kvenna

Þjálfaramenntun

KSÍ býður upp á átta þjálfaragráður – KSÍ C, KSÍ B, KSÍ A, KSÍ Pro þjálfaragráður, KSÍ B Markmannsþjálfaragráðu, KSÍ A Markmannsþjálfaragráðu, KSÍ Barna- og unglingaþjálfun og KSÍ Afreksþjálfun unglinga.

Aldrei áður hefur KSÍ boðið upp á jafn margar þjálfaragráður og í takt við kröfur knattspyrnusamfélagsins er sérhæfingin sífellt að verða meiri.

Allar þessar þjálfaragráður hafa hlotið gæðastimpil UEFA og eru viðurkenndar í öllum aðildarríkjum UEFA.

KSÍ útskrifaði þjálfara með KSÍ Pro þjálfaragráðu

UEFA Pro útskrift

KSÍ útskrifaði í lok árs þjálfara með KSÍ Pro/UEFA Pro þjálfararéttindi, en 13 þjálfarar sátu námskeiðið. Námskeiðið stóð yfir frá maí 2022 til nóvember 2023. Þetta er annar hópurinn sem útskrifast með KSÍ Pro þjálfaragráðu. Alls eru 60 þjálfarar á íslandi með KSÍ/UEFA Pro þjálfararéttindi.

Námskeiðahald

KSÍ hélt sitt fyrsta KSÍ Barna- og unglingaþjálfunar námskeið á árinu 2023. Á þessu námskeiðið er einblínt á þjálfun í 5. og 4. aldursflokki. 16 þjálfarar hófu námið í nóvember og ætlunin er að útskrifa fyrsta hópinn 2024. Annað KSÍ B Markmannsþjálfaranámskeiðið hóf einnig göngu sína á árinu 2023 þar sem 12 þjálfarar hófu nám.

KSÍ útskrifaði 11 þjálfara með KSÍ Pro þjálfaragráðu á árinu. Þetta var annar hópurinn sem klárar þetta námskeið hér á landi.

16 þjálfarar sátu námskeið fyrir leiðbeinendur í nóvember. Allt eru þetta reyndir leiðbeinendur í starfi KSÍ og fengu þeir KSÍ A leiðbeinenda diplómu í lok námskeiðsins.

Aldrei áður hefur KSÍ boðið upp á jafn margar þjálfaragráður og í takt við kröfur knattspyrnusamfélagið er sérhæfingin sífellt að verða meiri.

UEFA CFM nám á Íslandi 2024

UEFA CFM nám

KSÍ og UEFA bjóða upp á UEFA CFM á Íslandi á árinu 2024. UEFA CFM (UEFA Certificate in Football Management) er stjórnunarnám á vegum Knattspyrnusambands Evrópu fyrir einstaklinga sem starfa í knattspyrnuhreyfingunni eða tengjast henni með beinum hætti.

Námið er á háskólastigi og hefur verið skipulagt af UEFA síðan árið 2010 í samstarfi við svissnesku námsstofnunina IDHEAP (The Swiss Graduate School of Public Administration, háskólinn í Lausanne). Námið hófst í byrjun árs 2024 og eru þátttakendur samtals 30 talsins, tuttugu frá Íslandi og 10 erlendis frá.

HUDL logo

Netnámskeið hjá HUDL

Greiningarfyrirtækið HUDL, sem er í fararbroddi á sviði lausna fyrir greiningar og frammistöðumat í afreksíþróttum, hóf netnámskeið í byrjun janúar 2024. Námskeiðið var ætlað þeim sem hafa áhuga á greiningarvinnu í knattspyrnu. Námskeiðið samanstóð af fimm skiptum og fengu þátttakendur Hudl Sportscode Level 2 Certification að námskeiði loknu.

Yfirþjálfarafundur

Vel sóttur yfirþjálfarafundur

Mánudaginn 6. nóvember var haldinn fundur á vegum knattspyrnusviðs KSÍ þar sem yfirþjálfurum, yfirmönnum knattspyrnumála, afreksþjálfurum, framkvæmdastjórum og öllum þeim sem koma að yngri flokkum aðildarfélaga KSÍ var boðin þátttaka.

Fyrir hádegi var fjallað um mótamál með áherslu á 2.-5. flokk kvenna og karla og sköpuðust líflegar umræður.  Þá var einnig kynning á WyScout og notkun þeirrar lausnar í yngri flokkum þar sem spurt var "Hvernig nýtist WyScout íslenskum fótbolta?" og deildu þátttakendur sinni reynslu og þekkingu.

Eftir hádegi sagði Grétar Rafn Steinsson svo frá afar áhugaverðu starfi sínu sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Leeds United.

Kynning á landsliðsumhverfinu og bókinni „Sálfræði í knattspyrnu“

Miðvikudaginn 17. maí hélt KSÍ fund þar sem yfirþjálfarar, afreksþjálfarar, yfirmenn knattspyrnumála og aðrir sem tengjast afreksþjálfun félaganna, fengu kynningu frá Davíð Snorra Jónassyni þjálfari U21 landsliðs karla og Jóhannesi Karli Guðjónssyni aðstoðarþjálfari A landsliðs karla á því sem er að gerast í landsliðsumhverfinu og hugmyndafræði landsliða Íslands. Þeir sögðu einnig frá heimsókn KSÍ til danska sambandsins þar sem sálfræðiþátturinn og leikgreiningar voru í fyrirrúmi.

Á fundinum kynnti Grímur Gunnarsson sálfræðingur KSÍ verkefnið „Sálfræði í knattspyrnu", sem unnið var í samstarfi við Háskólann í Reykjavík. Markmið verkefnisins er að auka vitund leikmanna, þjálfara og foreldra á hugrænum þáttum í knattspyrnu. Ósk Gríms er að ungir iðkendur líti á hugræna færni sem færni sem hægt er að þjálfa eins og alla aðra færni í knattspyrnu.

Undanfarin ár hafa verið gerðar mælingar á hugrænni færni leikmanna æfingahópa íslands í knattspyrnu, og í kjölfarið var ákveðið að gera sambærilegar mælingar á öllum 16 ára knattspyrnuiðkendum landsins. Í kjölfar mælinganna var gefin út bók undir ritstjórn Gríms Gunnarssonar sem er hugsuð sem grunnfræðsla um sálfræði í knattspyrnu. Efni bókarinnar byggir á kennslubókum og fræðibókum í íþróttasálfræði ásamt fræðigreinum.

Sálfræði í knattspyrnu
Augnablik ...