Fjármál
Grunnur styrktur til framtíðar
KSÍ hefur nú birt ársreikning fyrir árið 2022 og fjárhagsáætlun fyrir árið 2023.
Ársreikningur 2022
Rekstrartekjur KSÍ á árinu 2022 voru 2.047 milljónir króna eða 15% hærri en áætlanir gerðu ráð fyrir. Stærstu tekjuliðir sambandsins eru annars vegar styrkir og framlög (FIFA, UEFA, samstarfsaðilar) og hins vegar tekjur vegna sölu á sjónvarpsrétti A landsliðs karla.
Þá fékk KSÍ úthlutað rúmum 110 milljónum króna í mótvægisstyrk frá stjórnvöldum vegna heimsfaraldurs, sem kemur til móts við hluta af því tjóni sem KSÍ varð fyrir á tímum Covid.
Tekjur sambandsins af sjónvarpsrétti voru 145 milljónum króna yfir áætlun og var það vegna uppgjörs á sjónvarpsréttargreiðslum vegna tímabilsins 2018-2022.
Rekstrargjöld síðasta árs voru einnig hærri en áætlanir gerðu ráð fyrir eða 1.748 milljónir króna miðað við 1.641 milljón króna áætlun. Heildarkostnaður landsliða á síðasta ári var áætlaður rúm 871 milljón króna en niðurstaða ársins var hins vegar 931 milljón króna. Var hækkunin frá áætlun helst vegna leikja A landsliðs karla í nóvember sem á sama tíma skiluðu auknum tekjum. Kostnaður við A landslið kvenna fór fram úr áætlun vegna aukins kostnaðar við þátttöku í úrslitakeppni EM í sumar. Umframkostnaður kom aðallega til vegna sóttvarnarráðstafana.
Skrifstofu- og rekstrarkostnaður var 351 milljón króna og er hæsti einstaki liðurinn launakostnaður sem var 256 milljónir. Sá liður fór 5% fram yfir áætlun sem skýrist m.a. af lögbundnum launahækkunum, uppbót til starfsmanna og starfsmannabreytingum.
Kostnaður við mótahald var áætlaður rúmar 235 milljónir króna en endaði í rúmum 245 milljónum króna og þar af er dómarakostnaður 80%.
Hagnaður ársins fyrir ráðstöfun til aðildarfélaga nam rúmum 310 milljónum króna miðað við 139 milljónir króna í áætlunum. 153 milljónum var úthlutað til aðildarfélaga sem er um 30% hærra en áætlanir gerðu ráð fyrir.
Hagnaður Knattspyrnusambands Íslands á árinu 2022 er því 156,8 milljónir króna.
Fjárhagsáætlun 2023
Gert er ráð fyrir að heildartekjur KSÍ árið 2023 verði 1.856 milljónir króna samanborið við 2.047 milljónir króna árið 2022. Það þarf að horfa til þess að tekjur sambandsins árið 2022 hafa takmarkað samanburðargildi vegna fyrrnefndra einskiptisgreiðslna.
Gert er ráð fyrir að heildargjöld ársins 2023 verði 1.736 milljónir króna samanborið við 1.748 milljónir króna árið 2022.
Í rekstraráætlun fyrir 2023 er gert ráð fyrir 23 milljóna króna hagnaði.
„Það er jákvætt að við náum að skila afgangi eftir ár eins og 2022 en hafa þarf í huga að það sem veldur því eru einskiptisgreiðslur sem koma ekki aftur. En með því að skila afgangi getum við styrkt eigið fé sambandsins sem gerir okkur bæði kleift að bregðast við óvæntum atburðum og að styðja enn betur við fótboltann. Má þar nefna að á árinu gátum við aukið greiðslur til félaganna. Og á sama tíma og við viljum gera vel á hverju ári þurfum við einmitt líka að búa til sterkan grunn til framtíðar,“ segir Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ.
Greiðslur til félaga vegna Meistaradeildar kvenna
Samstöðugreiðslur vegna þátttöku íslenskra félagsliða í Meistaradeild Evrópu kvennaliða árið 2021 voru greiddar til þeirra félaga sem ekki tóku þátt í Meistaradeildinni, það eru þau lið sem lentu í sætum þrjú til tíu í efstu deild kvenna sumarið 2021.
Hvert félag fékk 15.789 Evrur. Upphæðin ræðst af árangri þess liðs frá hverju landi sem nær bestum árangri í Meistaradeildinni. Í þessu tilfelli komst Breiðablik í riðlakeppnina og því miðast upphæðin við þann árangur.
Tæpar 237 milljónir til barna- og unglingastarfs
Síðastliðin ár hefur UEFA greitt félögum í efstu deild karla sérstakt framlag vegna þróunarstarfs barna og unglinga í knattspyrnu (club youth development). UEFA greinni á árinu sem leið í fyrsta sinn til félaga í efstu deild kvenna vegna Meistaradeildar kvenna UEFA (UEFA Women's Champions League).
Þetta hefur verið hluti af þeim tekjum sem UEFA hefur af Meistaradeild UEFA (UEFA Champions League). Samkvæmt ákvörðun UEFA skulu öll framlög vegna Meistaradeildar UEFA renna til þróunarstarfs (club youth development) félaga í efstu deild karla. Í ár kemur einnig í fyrsta sinn greiðsla til félaga í efstu deild kvenna vegna Meistaradeildar kvenna UEFA (UEFA Women‘s Champions League). Gert er ráð fyrir því að sú greiðsla lúti sömu skilyrðum og greiðsla UEFA vegna Meistaradeildar karla.
KSÍ greiddi 58,2 milljónir króna til aðildarfélaga (annarra en þeirra sem léku í Bestu deild karla) vegna barna- og unglingastarfs. Félögin í Bestu deild karla fengu sérstakt framlag frá UEFA vegna þróunarstarfs barna og unglinga í knattspyrnu (club youth development), 159,5 milljónir. Þá fengu átta félög í Bestu deild kvenna (sem tóku ekki þátt í Evrópukeppni) einnig framlag frá UEFA, 19,2 m.kr. sem skilyrt er til þróunar á knattspyrnu kvenna.
Félag | Framlag KSÍ |
---|---|
Fjölnir | 2.400.000 |
Fylkir | 2.400.000 |
Grindavík | 2.400.000 |
Grótta | 2.400.000 |
Haukar | 2.400.000 |
HK | 2.400.000 |
Tindastóll | 2.400.000 |
Vestri | 2.400.000 |
Félag | Framlag KSÍ |
---|---|
Njarðvík | 1.500.000 |
Ægir | 1.500.000 |
Völsungur | 1.500.000 |
ÍR | 1.500.000 |
Víkingur Ó. | 1.500.000 |
KF | 1.500.000 |
Reynir S. | 1.500.000 |
Höttur/Huginn | 1.500.000 |
KFA (Austri, Valur, Þróttur, Leiknir F.) | 1.500.000 |
Félag | Framlag KSÍ |
---|---|
Sindri | 1.000.000 |
Víðir | 1.000.000 |
Álftanes | 1.000.000 |
Hamar | 1.000.000 |
KFR | 1.000.000 |
Skallagrímur | 1.000.000 |
Dalvík/Reynir | 1.000.000 |
Einherji | 1.000.000 |
Félag | Framlag KSÍ |
---|---|
Kormákur | 600.000 |
Hvöt | 600.000 |
Mótvægisstyrkir vegna COVID-19
Opnað var fyrir umsóknir um mótvægisstyrki til íþrótta- og æskulýðshreyfingarinnar vegna heimsfaraldurs.
Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra hélt í júlí kynningarfund í húsakynnum ÍSÍ í Laugardal, um fjárhagsstuðning stjórnvalda við íþrótta- og æskulýðsstarfs í tengslum við COVID-19. Auk ráðherra ávörpuðu Lárus L. Blöndal forseti ÍSÍ og Andri Stefánsson framkvæmdastjóri ÍSÍ fundinn. Á fundinum var meðal annars farið vel yfir forsendur umsókna og fyrirkomulag umsóknarferlis. Markmiðið með stuðningnum er að bæta að hluta tekjutap og aukin útgjöld af völdum samkomutakmarkana. Fundinn sóttu fulltrúar sambandsaðila ÍSÍ, íþrótta- og ungmennafélaga, fulltrúar æskulýðssamtaka og fjölmiðlafólk.
Tímamótasamningar um íslenskan fótbolta
Íslenskur Toppfótbolti og Knattspyrnusamband Íslands undirrituðu tvo samtengda samninga við tækni- og fjölmiðlunarfyrirtækið Genius Sports um streymis- (e.“Betting Streaming“) og gagnarétt (e. "Data“) í tengslum við íslenska knattspyrnu (deilda- og bikarkeppnir) til næstu fimm ára, frá 2022 til 2026.
Umræddir samningar er þeir viðamestu og verðmætustu sem gerðir hafa verið á Íslandi, en áætlað verðmæti á samningstímanum er rúmlega einn milljarður íslenskra króna. Í þeim felst að GS kaupir rétt til dreifingar á myndmerki frá öllum leikjum í þremur efstu deildum karla og efstu deild kvenna og Bikarkeppni KSÍ, karla og kvenna, amk 504 leikjum árlega og mun fyrirtækið einnig annast alla gagnaöflun vegna veðmálastarfsemi. Að auki leggur Genius Sports til þjónustu til að fylgjast með því að leikir fari fram eftir reglum (e "Integrity“) um veðmálastarfsemi, veitir aðgang að gögnum til að standa undir margvíslegri vöruþróun, t.d. vegna s.k. „Fantasy" leiks, aðstoðar við uppsetningu Miðstöðvar (e. „Media Hub“), sem safnar saman öllum leikjum á einn stað og dreifir til fjölmargra notenda.
Um 414 milljónir vegna þátttöku í UEFA keppnum
Víkingur R. fékk um 169 milljónir vegna þátttöku liðsins í forkeppni Meistaradeildar karla (UEFA Champions League) og Sambandsdeild UEFA (UEFA Europa Conference League).
Breiðablik og KR léku í forkeppni Sambandsdeildarinnar. Breiðablik fékk 125 milljónir og KR 35 milljónir.
Breiðablik og Valur léku í Meistaradeild kvenna (UEFA Women's Champions League). Valur fékk 34 milljónir og Breiðablik 30 milljónir.
UEFA greiddi fjórum félögum uppgjör vegna Meistaradeildar karla tímabilið 2021/2022 samtals 20,7 milljónir sem skiptist á milli Breiðablik, FH, Stjörnunnar og Vals.
Greiðslur vegna þátttöku leikmanna á EM 2022
UEFA umbunaði þeim félögum sem áttu leikmann á EM 2022 með fjárhagslegum stuðningi. Var þetta í fyrsta skipti sem UEFA greiddi til félaga vegna EM kvenna.
Í heildina fékk 221 félag frá 17 löndum greiðslu en einungis félög innan Evrópu fengu umtalaða greiðslu.
Upphæðin sem félögin fengu fór eftir því hversu lengi leikmaðurinn var fjarverandi frá sínu félagsliði. Fyrir hvern leikmann á EM sem var hluti af sínu landsliði tíu dögum fyrir mót og þar til liðið datt út fékk félag að minnsta kosti 10.000 Evrur.
Fimm íslensk félög fengu greiðslur vegna leikmanna sinna, samtals 70.500 Evrur. Það voru Valur, Breiðablik, Selfoss, Afturelding og Þróttur R.
Verðlaunafé fyrir Mjólkurbikar karla og kvenna
Sæti | Félag | Upphæð |
---|---|---|
1 | Valur | 1.000.000 |
2 | Breiðablik | 500.000 |
3-4 | Selfoss | 300.000 |
3-4 | Stjarnan | 300.000 |
5-8 | ÍBV | 200.000 |
5-8 | KR | 200.000 |
5-8 | Þróttur R. | 200.000 |
5-8 | Þór/KA | 200.000 |
Sæti | Félag | Upphæð |
---|---|---|
1 | Víkingur R. | 1.000.000 |
2 | FH | 500.000 |
3-4 | Breiðablik | 300.000 |
3-4 | KA | 300.000 |
5-8 | HK | 200.000 |
5-8 | KR | 200.000 |
5-8 | Kórdrengir | 200.000 |
5-8 | Ægir | 200.000 |
9-16 | Afturelding | 137.500 |
9-16 | Dalvík/Reynir | 137.500 |
9-16 | Fram | 137.500 |
9-16 | Fylkir | 137.500 |
9-16 | ÍA | 137.500 |
9-16 | ÍR | 137.500 |
9-16 | Njarðvík | 137.500 |
9-16 | Selfoss | 137.500 |
Ferðaþátttökugjald - Jöfnun ferðakostnaðar
Félög sem taka þátt í Íslandsmóti meistaraflokks skulu greiða ferðaþátttökugjald samkvæmt reglugerð KSÍ. Markmið reglugerðarinnar er að stuðla að auknum jöfnuði félaga gagnvart ferðakostnaði.
Hér má sjá lista yfir þau félög sem fengu greitt vegna ferðakostnaðar árið 2022.
Félag | Upphæð |
---|---|
ÍBV | 281.053 |
KA | 1.708.633 |
Félag | Upphæð |
---|---|
ÍBV | 64.153 |
Þór/KA | 1.331.713 |
Félag | Upphæð |
---|---|
Vestri | 2.466.253 |
Þór | 1.790.713 |
Félag | Upphæð |
---|---|
Fjarðabyggð/Höttur/Leiknir F. | 2.624.653 |
Tindastóll | 804.673 |
Félag | Upphæð |
---|---|
Haukar | 334.333 |
Höttur/Huginn | 2.564.053 |
ÍR | 334.333 |
KF | 1.361.953 |
KFA | 2.827.453 |
Magni | 1.323.613 |
Njarðvík | 423.613 |
Reynir S. | 447.013 |
Víkingur Ó. | 1.108.153 |
Völsungur | 1.498.573 |
Þróttur R. | 337.933 |
Ægir | 659.953 |
Félag | Upphæð |
---|---|
Einherji | 1.389.253 |
Sindri | 726.253 |
Völsungur | 680.473 |
Félag | Upphæð |
---|---|
Dalvík/Reynir | 1.791.253 |
Elliði | 11.773 |
KFS | 487.603 |
Kormákur/Hvöt | 1.029.313 |
Sindri | 2.503.453 |
Félag | Upphæð |
---|---|
Boltafélag Norðfjarðar | 299.053 |
Hamrarnir | 407.233 |
Hörður Í. | 1.035.253 |
Máni | 639.853 |
Samherjar | 302.473 |
Spyrnir | 44.053 |