Fjármál
Ársreikningur 2024 og fjárhagsáætlun 2025
KSÍ hefur nú birt ársreikning fyrir árið 2024 og fjárhagsáætlun fyrir árið 2025.
Ársreikningur 2024
Rekstrarniðurstaða Knattspyrnusambands Íslands á árinu 2024 eftir greiðslur til aðildarfélaga er hagnaður sem nemur 14.944.353 kr. Ef sú niðurstaða er sett í samhengi við síðustu ár, þá má sjá tengsl milli afkomu KSÍ og greiðslna frá UEFA vegna Þjóðadeildar karla, en þær greiðslur koma á sléttum árum. UEFA og FIFA gera upp í fjögurra ára lotum og tekur UEFA skýrt fram að réttara sé að skoða rekstur samtakanna yfir þau ár, en ekki hvert og eitt ár fyrir sig. Í því samhengi má nefna að þegar horft er til lengri tíma má sjá að samtals er hagnaður Knattspyrnusambands Íslands 20.624.040 kr. árin 2021-2024.
Fjárhagsáætlun 2025
Lögð er fram rekstraráætlun sem gerir ráð fyrir rúmlega 37 m.kr. hagnaði árið 2025. Litið var til rekstrar sambandsins til loka ársins 2028 og horft til þeirra sveiflna sem einkenna rekstrarumhverfið, einkum greiðslna frá UEFA vegna Þjóðadeildar karla svo og styrkjahringja UEFA HatTrick og FIFA Forward. Kröfur UEFA og FIFA verða sífellt harðari í styrkveitingum og þarf KSÍ að vera á tánum með nýjungar og framtíðarsýn í verkefnum.
Varðandi Laugardalsvöll þá er farinn af stað fyrsti fasi í mjög svo þörfum endurbótum á vellinum, hvort sem er á yfirborði vallarins eða fyrir aðstöðu leikmanna, dómara og annarra starfsmanna. Ríki og borg komu þar með styrki til að þessi fyrsti fasi verði að veruleika og verkáætlanir gera ráð fyrir að fyrsti leikur verði leikinn í byrjun júní á þessu ári.
Í framhaldinu eru stjórn og stjórnendur sambandsins að vinna að frekari hugmyndum um endurbætur vallarins sem lúta að búningsklefum og annarri aðstöðu starfsmanna leikja. Vonir stjórnar og stjórnenda sambandsins standa til að áframhald verði á því góða samstarfi og samvinnu sem hefur verið um þennan fyrsta fasa með ríki og borg og á vettvangi Þjóðarleikvangs ehf. Með endurbættum Laugardalsvelli er loksins kominn völlur sem getur sinnt þeim leikjum landsliða og félagsliða sem eru leiknir fljótt á vorin og vel fram á haustið.
Tæpar 200 milljónir til barna- og unglingastarfs
Félögin í Bestu deild karla fengu sérstakt framlag frá UEFA vegna þróunarstarfs barna og unglinga í knattspyrnu (club youth development) að fjárhæð 149,2 m.kr. Þá fengu átta félög í Bestu deild kvenna (sem tóku ekki þátt í Evrópukeppni) einnig framlag frá UEFA, að fjárhæð 14.3 m.kr.
Í fjárhagsáætlun KSÍ fyrir árið 2024 var gert ráð fyrir 35 milljóna króna framlagi til viðbótar til þeirra félaga sem ekki fengu framlag frá UEFA. Stjórn samþykkti á fundi sínum 15. janúar dreifingu framlags KSÍ.
Samkvæmt ákvörðun stjórnar skal framlag KSÍ til aðildarfélaga renna óskipt til eflingar knattspyrnu barna og unglinga frá yngstu iðkendum til og með 2. aldursflokks karla og kvenna. Úthlutun er háð því að félög haldi úti sjálfstæðri starfsemi í yngri flokkum beggja kynja. Félög sem taka þátt í samstarfi í yngri flokkum eða eru ekki með þátttökulið í Íslandsmóti í yngri flokkum beggja kynja fá 75% framlag miðað við deildarstöðu meistaraflokks.
Rétt er að taka fram að þegar um samstarfsfélög (skástriksfélög) er að ræða þá er framlagið byggt á stöðu í deild skipt á milli þeirra félaga sem að samstarfinu standa.
Eftirfarandi tafla sýnir framlag KSÍ til þróunarstarfs aðildarfélaga KSÍ í samræmi við forsendurnar hér að ofan.
Félag | Upphæð |
---|---|
Afturelding | 1.560.000 |
Austri | 243.750 |
Álftanes | 650.000 |
Dalvík/Reynir | 1.560.000 |
Einherji | 731.250 |
Fjölnir | 1.560.000 |
Grindavík | 1.560.000 |
Grótta | 1.560.000 |
Hamar | 650.000 |
Haukar | 975.000 |
Hvöt | 487.500 |
Höttur/Huginn | 975.000 |
ÍBV | 1.560.000 |
ÍR | 1.560.000 |
Keflavík | 1.560.000 |
KF | 975.000 |
KFR | 650.000 |
Kormákur | 487.500 |
Leiknir F. | 243.750 |
Leiknir R. | 1.560.000 |
Njarðvík | 1.560.000 |
Reynir S. | 731.250 |
Selfoss | 975.000 |
Sindri | 650.000 |
Skallagrímur | 650.000 |
Tindastóll | 650.000 |
UMFL | 210.000 |
Uppsveitir | 487.500 |
Valur Reyðarfirði | 243.750 |
Víðir | 487.500 |
Víkingur Ó. | 975.000 |
Völsungur | 975.000 |
Þór | 1.560.000 |
Þróttur N. | 243.750 |
Þróttur R. | 1.560.000 |
Þróttur V. | 731.250 |
Ægir | 731.250 |
Rúmlega 7,5 milljónir evra vegna þátttöku í Evrópukeppnum
Víkingur R. fékk rétt rúmlega 4,7 milljónir evra vegna þátttöku liðsins í forkeppni Meistaradeildar karla (UEFA Champions League og forkeppni og deildarkeppni Sambandsdeildar (UEFA Conference League).
Breiðablik, Stjarnan og Valur léku í forkeppni Sambandsdeildarinnar og fengu öll liðin þrjú 700.000 evrur hver.
Breiðablik og Valur léku í Meistaradeild kvenna (UEFA Women's Champions League). Breiðablik fékk 155.000 evrur og Valur 75.000 evrur. Stjarnan og Valur fengu greiðslu vegna fyrra árs í Meistaradeildinni. Valur fékk 52.560 evrur og Stjarnan 17.520 evrur.
UEFA greiddi þremur félögum uppgjör vegna Meistaradeildar karla tímabilið 2023/2024 sem skiptist á milli Breiðabliks, KA og Víkings R.
Breytt fyrirkomulag á HatTrick framlagi UEFA til KSÍ
Á fundi stjórnar KSÍ 15. janúar sl. tók stjórn KSÍ ákvörðun um fyrirkomulag á hluta framlags UEFA til KSÍ vegna þróunar- og fjárfestingaverkefna fyrir árin 2024-2028. Heildarfjárframlag UEFA til KSÍ í þessum málaflokki er alls 5 milljónir evra og dreifist yfir tímabilið 1. júlí 2024 til 30. júní 2028.
Ákvörðun stjórnar KSÍ er tekin m.a. með eftirfarandi atriði í huga:
-Svo tryggt verði að á Íslandi sé knattspyrnuleikvangur sem uppfylli a.m.k. lágmarkskröfur í reglugerðum UEFA til halda leiki í Evrópukeppnum félagsliða.
-Svo tryggt verði að á Íslandi sé knattspyrnuleikvangur sem uppfylli a.m.k. lágmarkskröfur í reglugerðum UEFA og FIFA til að leika landsleiki í alþjóðlegum keppnum.
Hægt er að lesa frekar um málið á vef KSÍ
Verðlaunafé fyrir Mjólkurbikar karla og kvenna
Sæti | Félag | Upphæð |
---|---|---|
1 | Valur | 1.000.000 |
2 | Breiðablik | 500.000 |
3-4 | Þór/KA | 300.000 |
3-4 | Þróttur R. | 300.000 |
5-8 | Afturelding | 200.000 |
5-8 | FH | 200.000 |
5-8 | Grindavík | 200.000 |
5-8 | Keflavík | 200.000 |
Sæti | Félag | Upphæð |
---|---|---|
1 | KA | 1.000.000 |
2 | Víkingur R. | 500.000 |
3-4 | Stjarnan | 300.000 |
3-4 | Valur | 300.000 |
5-8 | Fram | 200.000 |
5-8 | Fylkir | 200.000 |
5-8 | Keflavík | 200.000 |
5-8 | Þór | 200.000 |
9-16 | Afturelding | 137.500 |
9-16 | Fjölnir | 137.500 |
9-16 | Grindavík | 137.500 |
9-16 | HK | 137.500 |
9-16 | ÍA | 137.500 |
9-16 | ÍH | 137.500 |
9-16 | KR | 137.500 |
9-16 | Vestri | 137.500 |
Ferðaþátttökugjald - Jöfnun ferðakostnaðar
Félög sem taka þátt í Íslandsmóti meistaraflokks skulu greiða ferðaþátttökugjald samkvæmt reglugerð KSÍ. Markmið reglugerðarinnar er að stuðla að auknum jöfnuði félaga gagnvart ferðakostnaði.
Hér má sjá lista yfir þau félög sem fengu greitt vegna ferðakostnaðar árið 2024.
Félag | Upphæð |
---|---|
Tindastóll | 401.000 |
Þór/KA | 1.079.500 |
Félag | Upphæð |
---|---|
KA | 1.762.000 |
Vestri | 3.708.600 |
Félag | Upphæð |
---|---|
FHL | 2.454.500 |
Félag | Upphæð |
---|---|
Dalvík/Reynir | 1.291.500 |
ÍBV | 89.000 |
Þór | 1.165.000 |
Félag | Upphæð |
---|---|
Dalvík/Reynir | 915.500 |
Einherji | 2.223.500 |
Sindri | 1.385.500 |
Vestri | 1.682.000 |
Völsungur | 1.179.000 |
Félag | Upphæð |
---|---|
Höttur/Huginn | 2.261.500 |
KF | 1.012.500 |
KFA | 2.384.000 |
Kormákur/Hvöt | 623.500 |
Reynir S. | 12.000 |
Selfoss | 192.500 |
Víkingur Ó. | 672.000 |
Völsungur | 1.176.500 |
Ægir | 209.000 |
Félag | Upphæð |
---|---|
Magni | 1.549.500 |
Sindri | 2.058.000 |
Félag | Upphæð |
---|---|
Tindastóll | 471.000 |
Félag | Upphæð |
---|---|
Hörður Í. | 1.216.000 |
Samherjar | 577.500 |
Spyrnir | 667.000 |