Fjármál
Ársreikningur 2023 og fjárhagsáætlun 2024
KSÍ hefur nú birt ársreikning fyrir árið 2023 og fjárhagsáætlun fyrir árið 2024.
Ársreikningur 2023
Rekstrarniðurstaða Knattspyrnusambands Íslands á árinu 2023 eftir greiðslur til aðildarfélaga er tap sem nemur 126 m.kr. Ef sú niðurstaða er sett í samhengi við síðustu ár, þá má sjá tengsl milli afkomu KSÍ og greiðslna frá UEFA vegna Þjóðadeildar karla, en þær greiðslur koma á sléttum árum. Í því samhengi má nefna að þegar horft er til lengri tíma má sjá að samtals er hagnaður Knattspyrnusambands Íslands 43 m.kr. árin 2020-2023 og rúmar 200 m.kr. ef litið er til síðustu sex ára 2018-2023.
Fjárhagsáætlun 2024
Lögð er fram rekstraráætlun sem gerir ráð fyrir rúmlega 21 m.kr. hagnaði árið 2024. Til þess að ná þessari niðurstöðu var m.a. landsleikjum fækkað um 10 milli áranna 2023 og 2024 og horft í alla rekstrarliði með markmið aðhalds og sparnaðar að leiðarljósi. Litið var til rekstrar sambandsins til loka ársins 2027 og horft til þeirra sveiflna sem einkenna rekstrarumhverfið, einkum greiðslna frá UEFA vegna Þjóðadeildar karla svo og styrkjahringja UEFA HatTrick og FIFA Forward.
Framundan eru a.m.k. tvö verkefni sem geta gjörbreytt starfsumhverfi Knattspyrnusambands Íslands, annars vegar er um að ræða þá staðreynd að ef A landslið karla kemst í úrslitakeppni EM 2024 í Þýskalandi þá breytist umhverfið hratt, hins vegar stöðu mála gagnvart þjóðarleikvanginum og þeirri aðstöðu, og þar er komið að ögurstundu. Ef ekkert verður að gert og KSÍ stendur ítrekað frammi fyrir því að bera sjálft háan kostnað við að gera leikvanginn og völlinn hæfan fyrir leiki landsliða og Evrópuleiki félagsliða þá er ljóst að það mun hafa mikil áhrif á rekstrarumhverfi og getu KSÍ til að halda úti landsliðum og styðja við starf félaganna og þróun íslenskrar knattspyrnu.
Rúmlega 216 milljón til barna- og unglingastarfs
KSÍ greiddi 48,2 m.kr. til aðildarfélaga (annarra en þeirra sem léku í Bestu deild karla) vegna þróunarstarfs barna og unglingastarfs. Félögin í Bestu deild karla fengu sérstakt framlag frá UEFA vegna þróunarstarfs barna og unglinga í knattspyrnu (club youth development) að fjárhæð 153,4 m.kr. Þá fengu átta félög í Bestu deild kvenna (sem tóku ekki þátt í Evrópukeppni) einnig framlag frá UEFA, að fjárhæð 15 m.kr.
Framlag UEFA til aðildarfélaga til eflingar þróunarstarfs rennur til þeirra félaga sem
léku annars vegar í Bestu deild karla 2023 (Clubs Youth Development), að
undanskildum þeim félögum sem hafa þegar fengið greiðslur frá UEFA vegna
þátttöku sinnar í Evrópukeppnum félagsliða og hins vegar til þeirra félaga sem léku í
Bestu deild kvenna árið 2022 (að undanskildum þeim félögum sem hafa þegar
fengið greiðslur frá UEFA vegna þátttöku sinnar í Evrópukeppnum félagsliða).
Úthlutun er háð því að félög haldi úti starfsemi í yngri flokkum og hafi samþykkta
áætlun um uppeldisstarf, skv. leyfisreglugerð KSÍ. Framlag UEFA rennur einungis til
félaga í Bestu deild karla og kvenna skv. ákvörðun UEFA.
Framlag KSÍ til eflingar þróunarstarfs í knattspyrnu barna og unglinga að upphæð 48,2
m.kr. til annarra félaga en þeirra félaga sem léku í Bestu deild karla 2023 og Bestu
deild kvenna 2022, með þeirri undantekningu að félög sem fá framlag frá UEFA
vegna keppnisliðs í Bestu deild kvenna (sem tók ekki þátt í Evrópukeppni félagsliða)
fá aukaframlag frá KSÍ (390.000) til að jafna stöðu miðað við önnur félög í sömu
deild.
Úthlutun er háð því að félög haldi úti sjálfstæðri starfsemi í yngri flokkum
beggja kynja. Félög sem taka þátt í samstarfi í yngri flokkum eða eru ekki með
þátttökulið í Íslandsmóti í yngri flokkum beggja kynja fá 75% framlag miðað við
deildarstöðu meistaraflokks.
Félag | Upphæð |
---|---|
Breiðablik (jöfnunarframlag) | 390.000 |
ÍBV (jöfnunarframlag) | 390.000 |
Keflavík (jöfnunarframlag) | 390.000 |
KR | 390.000 |
Tindastóll | 2.280.000 |
Selfoss (jöfnunarframlag) | 390.000 |
Þór | 2.280.000 |
Þróttur R. (jöfnunarframlag) | 390.000 |
Þór/KA (jöfnunarframlag) | 390.000 |
Fjölnir | 2.280.000 |
Afturelding (jöfnunarframlag) | 390.000 |
Grindavík | 2.280.000 |
Grótta | 2.280.000 |
ÍA | 2.280.000 |
Leiknir R. | 1.710.000 |
Njarðvík | 2.280.000 |
Vestri | 2.280.000 |
Ægir | 1.710.000 |
Félag | Upphæð |
---|---|
Dalvík | 1.425.000 |
Haukar | 1.425.000 |
Höttur | 1.425.000 |
ÍR | 1.425.000 |
KF | 1.425.000 |
Sindri | 1.425.000 |
Víkingur Ó. | 1.425.000 |
Völsungur | 1.425.000 |
Þróttur V. | 1.425.000 |
Einherji | 1.425.000 |
Félag | Upphæð |
---|---|
Magni | 712.500 |
Reynir S. | 712.500 |
Víðir | 712.500 |
Álftanes | 950.000 |
Hamar | 950.000 |
Skallagrímur | 950.000 |
Uppsveitir | 712.500 |
KFR | 950.000 |
Félag | Upphæð |
---|---|
Kormákur | 500.000 |
Hvöt | 500.000 |
Þróttur N. | 375.000 |
Austri | 375.000 |
Valur R. | 375.000 |
Leiknir F. | 375.000 |
Rúmlega 5 milljónir evra vegna þátttöku í UEFA keppnum
Breiðablik fékk rétt rúmlega 3.5 milljónir evra vegna þátttöku liðsins í forkeppni Meistaradeildar karla (UEFA Champions League, forkeppni Evrópudeildar (UEFA Europa League) og riðlakeppni Sambandsdeildar (UEFA Conference League.
KA og Víkingur R. léku í forkeppni Sambandsdeildarinnar. KA fékk 850.000 evrur og Víkingur R. 429.852 evrur.
Valur og Stjarnan léku í Meistaradeild kvenna (UEFA Women's Champions League). Valur fékk 279.994 evrur og Stjarnan 70.000 evrur.
UEFA greiddi fjórum félögum uppgjör vegna Meistaradeildar karla tímabilið 2022/2023 sem skiptist á milli Breiðablik, FH, Keflavíkur og KR.
Verðlaunafé fyrir Mjólkurbikar karla og kvenna
Sæti | Félag | Upphæð |
---|---|---|
1 | Víkingur R. | 1.000.000 |
2 | Breiðablik | 500.000 |
3-4 | Stjarnan | 300.000 |
3-4 | FH | 300.000 |
5-8 | Keflavík | 200.000 |
5-8 | Selfoss | 200.000 |
5-8 | Þróttur R. | 200.000 |
5-8 | ÍBV | 200.000 |
Sæti | Félag | Upphæð |
---|---|---|
1 | Víkingur R. | 1.000.000 |
2 | KA | 500.000 |
3-4 | KR | 300.000 |
3-4 | Breiðablik | 300.000 |
5-8 | Stjarnan | 200.000 |
5-8 | Grindavík | 200.000 |
5-8 | FH | 200.000 |
5-8 | Þór | 200.000 |
9-16 | Fylkir | 137.500 |
9-16 | Grótta | 137.500 |
9-16 | HK | 137.500 |
9-16 | Þróttur R: | 137.500 |
9-16 | Valur | 137.500 |
9-16 | Keflavík | 137.500 |
9-16 | Njarðvík | 137.500 |
9-16 | Leiknir R. | 137.500 |
Ferðaþátttökugjald - Jöfnun ferðakostnaðar
Félög sem taka þátt í Íslandsmóti meistaraflokks skulu greiða ferðaþátttökugjald samkvæmt reglugerð KSÍ. Markmið reglugerðarinnar er að stuðla að auknum jöfnuði félaga gagnvart ferðakostnaði.
Hér má sjá lista yfir þau félög sem fengu greitt vegna ferðakostnaðar árið 2023.
Félag | Upphæð |
---|---|
ÍBV | 83.000 |
Tindastóll | 596.000 |
Þór/KA | 1.470.000 |
Félag | Upphæð |
---|---|
ÍBV | 341.000 |
KA | 1.865.000 |
Félag | Upphæð |
---|---|
FHL | 2.678.000 |
Félag | Upphæð |
---|---|
Vestri | 2.327.000 |
Þór | 1.508.000 |
Félag | Upphæð |
---|---|
Einherji | 1.910.000 |
Sindri | 1.776.000 |
Völsungur | 1.386.000 |
Félag | Upphæð |
---|---|
Dalvík/Reynir | 1.029.000 |
Haukar | 219.000 |
Höttur/Huginn | 2.003.000 |
ÍR | 207.000 |
KF | 1.027.000 |
KFA | 2.170.000 |
KFG | 211.000 |
KV | 207.000 |
Sindri | 2.050.000 |
Víkingur Ó. | 970.000 |
Völsungur | 1.078.000 |
Þróttur V. | 279.000 |
Félag | Upphæð |
---|---|
KFS | 132.000 |
Kormákur/Hvöt | 559.000 |
Magni | 1.549.000 |
Félag | Upphæð |
---|---|
Tindastóll | 498.000 |
Félag | Upphæð |
---|---|
Hörður Í. | 1.077.000 |
Samherjar | 692.000 |
Spyrnir | 700.000 |