KSÍ TV
KSÍ TV hóf starfsemi í upphafi árs
KSÍ TV var sett á laggirnar snemma árs 2022 og er KSÍ TV nú með sérstaka undirsíðu á vef KSÍ þar sem leiki og annað sem er sýnt í beinni útsendingu er að finna, ásamt því að ýmisæegt áhugavert myndefni frá KSÍ TV er að finna á Youtube-síðu KSÍ.
Á KSÍ TV er lögð áhersla á að sýna í beinni útsendingu alla landsleiki yngri landsliða KSÍ ásamt þeim leikjum hjá A landsliðum karla og kvenna sem ekki eru í beinni útsendingu á öðrum miðlum. Árið 2022 voru 22 leikir yngri landsliða sýndir í beinni útsendingu á KSÍ TV. Þar var einnig sýnt beint frá Hæfileikamóti N1 og KSÍ hjá drengjum og stúlkum sem fór fram á Laugardalsvelli. Einnig var málstofa á vegum Hagsmunasamtaka knattspyrnukvenna sýnd á KSÍ TV.
Auk upptalningarinnar hér að ofan er fjölbreytt efni unnið af KSÍ TV, allt frá fræðsluefni og viðtölum við leikmenn og þjálfara landsliða í áhugavert efni til birtingar á samfélagsmiðlum KSÍ.